Margarete Buber-Neumann

Þýskur kommúnisti og rithöfundur (1901-1989)

Margarete Buber-Neumann (f. 21. október 1901 í Potsdam, d. 6. nóvember 1989 í Frankfurt am Main) var þýskur kommúnisti og gift kommúnistaleiðtoganum Heinz Neumann. Eftir að þau hjónin flýðu undan nasismanum til Ráðstjórnarríkjanna, voru þau handtekin í hreinsunum Stalíns. Heinz var skotinn, en Margarete send í fangabúðir í Karaganda í Kasakstan. Skömmu eftir griðasáttmála Stalíns og Hitlers í ágúst 1939 var hún afhent nasistum ásamt mörgum öðrum þýskum kommúnistum og send í fangabúðir í Ravensbrück. Hún bar vitni í frægum réttarhöldum í París 1949, þegar flóttamaður frá Ráðstjórnarríkjunum, Víktor Kravtsjenko, höfðaði meiðyrðamál gegn frönsku kommúnistatímariti og vann það. Þvertók tímaritið fyrir það, að í Ráðstjórnarríkjunum væru menn geymdir af stjórnmálaástæðum í þrælkunarbúðum. Bók Margarete Buber-Neumann um reynslu sína í þrælkunarbúðum Stalíns og Hitlers, Konur í einræðisklóm (Als Gefangene bei Stalin und Hitler), kom út á íslensku 1954.

Tengt efni

breyta
  • Stéphane Courtois o. fl.: Svartbók kommúnismans, þýð. og ritstj. Hannes H. Gissurarson. Háskólaútgáfan, Reykjavík 2009. 828 bls.