Marga Ingeborg Thome
Marga Ingeborg Thome (f. 17. júlí 1942) er prófessor emerita við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands.
Marga Ingeborg Thome | |
---|---|
Fædd | 17. júlí 1942 |
Störf | Prófessor emerita við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands |
Ferill
breytaMarga Ingeborg Thome fæddist í Oberlöstern/Wadern, Þýskalandi. Hún lauk stúdentsprófi frá öldungadeild Ketteler Kolleg, Mainz, Þýskalandi, námi í hjúkrunarfræði við Universitätskliniken Homburg, Saar, Þýskalandi 1963 og námi í ljósmóðurfræði í Bern, Sviss 1965. Þá lauk hún námi í kennslufræði fyrir hjúkrunarkennara í Heidelberg, þýskalandi 1973, diplóma- og meistaraprófi frá Victoria háskola í Manchester í Englandi 1977[1] og doktorsprófi frá Queen Margaret University og Open University í Edinborg, Skotlandi, 1997[2] Hún er þýsk/íslenskur ríkisborgari og hefur verið búsett á Íslandi frá 1973.
Störf og verkefni
breytaMarga var stundakennari í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands frá 1974-75 og árið 1977 varð hún fyrst til að gegna stöðu lektors í hjúkrunarfæði við skólann.[3] Árið 1980 varð hún dósent og hún var prófessor frá 2006[4] til 2012. Hún var meðal þeirra sem komu að uppbyggingu hjúkrunarfræðináms við Háskóla Íslands á fyrsta áratug námsins og kenndi í grunn- og framhaldsnámi í hjúkrunar- og ljósmóðurfræði.[5][6][7] Hún tók þátt í alþjóðasamstarfi háskóla og rannsóknastofnana í Þýskalandi og Austurríki og var virkur meðlimur í alþjóðlegum fræðasamtökum sem hafa það að markmiði að skapa þekkingu um geðheilsu á barneignaskeiði og á fyrstu æviárum barns (Marcé Society og Society of Reproductive annd Infant Psychology). Marga var fyrsti formaður stjórnar Rannsóknarstofnunnar í hjúkrunarfræði frá 1997-2000 og fyrsti deildarforseti hjúkrunarfræðideildar frá 2000-2003. Hún starfaði sem hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir á heilbrigðisstofnunum í Þýskaland, Sviss og á Íslandi áður en hún tók við lektorsstöðu við Háskóla Íslands.[4][6] Þá var hún um áratuga skeið fulltrúi menntamálaráðuneytis í hjúkrunarráði, sem starfar á vegum heilbrigðisráðuneytis. Hjúkrunarfélag Íslands tilnefndi hana sem fulltrúi sín í Workgroup of European Nurse Researchers (WERN) frá 2000-2007.[8] Marga hefur setið í fjölda doktorsnefnda og leiðbeint MA-nemum.
Rannsóknir
breytaHún sérhæfði sig í hjúkrunarfræði sængurkvenna og nýbura með áherslu á geðheilsu þeirra. Hún hefur gegnt tengdri stöðu sem forstöðumaður fræðasviðs í geðheilbrigði kvenna á Landsspítala Háskólasjúkrahúss[9] og við Heilsugæslu á höfuðborgasvæðinu. Rannsóknarstörf hennar fjalla t.d. um brjóstagjöf íslenskra kvenna, geðheilbrigði á meðgöngu og eftir fæðingu og svefnvandamál ungra barna.[6] Í samstarfi við aðra fagaðila svo og meistara- og doktorsnema hefur hún m.a. kannað geðheilsu kvenna á meðgöngutíma og eftir fæðingu, ávinning fræðslu til heilsugæsluhjúkrunarfræðinga um geðheilsu kvenna er upplifa vanlíðan eftir fæðingu, árangur við endurhæfingu sjúklinga með langvinnt þunglyndi, meðferð fyrir kvenstúdenta með vanlíðan til að draga úr geðrænum einkennum, meðferð fyrir verðandi foreldra til að draga úr vanlíðan beggja, leiðir til að skima fyrir geðheilsu vanfærra kvenna, áhrif sem vanlíðan vanfærra kvenna, streita, félagslegur stuðningu og ánægja við parsambandið hafa á meðgöngu og á fæðingu.
Marga hefur ritað um fræðistörf og rannsóknir á íslensku, ensku og þýsku og hefur haldið fyrirlestra um efni á rannsóknarsviðum sínum á fjölmörgum alþjóðlegum og innlendum ráðstefnum og málþingum.[6]
Viðurkenningar
breyta- Árið 2007, á 30 ára afmæli fyrsta útskriftarhópsins með BS-gráðu í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands, var Marga heiðruð sem einn af brautryðjendum fræðigreinarinnar.[10][6]
- Marga var sæmd riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu 17. júní 2010 fyrir störf í þágu heilbrigðismenntunar og rannsókna[11]
- Marga var kosin heiðursfélagi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga í júní 2019 fyrir framlag til menntunarmála, rannsókna og þekkingarsköpunar.[12]
Einkalíf
breytaForeldrar Mörgu voru Alois Thome, námumaður og bóndi (1904 -1995) og Katharina Thome/Kasper, húsmóðir, (1910-2000). Systkini hennar eru Alfons Thome, rafvirkjameistari, (f. 1944) og Agathe Hahn, grunnskólakennari (f. 1946). Hún var gift Erlingi Bertelssyni, lögfræðingi í Menntamálaráðuneyti (1937-2007). Dóttir þeirra er Katrin Erlingsdóttir, félagsráðgjafi (f. 1978) og á hún 3 börn.
Heimildir
breyta- ↑ Valgerður Katrín Jónsdóttir. (2000). Karlar ekki jafn duglegir að sækja í vígi kvenna og konur í vígi karla – segir Marga Thome, fyrsti deildarstjóri hjúkrunarfræðideildar. Tímarit hjúkrunarfræðinga, 5(7): 266–267.
- ↑ Marga Thome (1996). "Distress In Mothers with Difficult Infants in the Community: An Intervention Study". Thesis for Doctor of Philosophy, PhD. Open University, U.K, Queen Margaret University, Edinburgh, Sponsoring Establishment, University of Iceland, Collaborating Establishment.
- ↑ „Stjórnfyrirkomulagi breytt. mbl.is. (2000, 21. október)“. Sótt 15. júlí 2019.
- ↑ 4,0 4,1 „Marga Thome prófessor í hjúkrunarfræði. mbl.is. (2006, 12. mars)“.
{{cite web}}
:|url=
vantar (hjálp) - ↑ Kristín Björnsdóttir. (2015). Um eðli og gildi háskólamenntunar í hjúkrun. Tímarit hjúkrunarfræðinga, 91(3). Sótt 7. júlí 2019 af: https://issuu.com/vefumsjon/docs/3_tbl_2015_vef/32
- ↑ 6,0 6,1 6,2 6,3 6,4 „Christer Magnusson. (2009). Sjálfstæð hugsun byggist á þekkingarsköpun. Tímarit hjúkrunarfræðinga, 85(4), 6-9“. Sótt 15. júlí 2019.
- ↑ Helga Jónsdóttir. (2019). State of Leadership in Nursing Science in Iceland. Í Thóra B. Hafsteinsdóttir, Helga Jónsdóttir, Marit Kirkevold, Helena Leino-Kilpi, Kirsten Lomborg og Ingalill Rahm Hallberg (bls. 131-148). Leadership in Nursing: Experiences from the European Nordic Countries. Part III Nursing Leadership in Iceland. Springer, Cham
- ↑ Smith, L. N.(2007). Nursing research in Europe: á progress report. J. Res Nurs, 12(3):293-300, https://journals.sagepub.com/doi/pdf/10.1177/1744987107077536
- ↑ Herdís Sveinsdóttir, Þóra Jenny Gunnarsdóttir og Kristín Björnsdóttir. (2019). Towards the Future: The Education of Nurses in Iceland Reconsidered. Í Thóra B. Hafsteinsdóttir, Helga Jónsdóttir, Marit Kirkevold, Helena Leino-Kilpi, Kirsten Lomborg og Ingalill Rahm Hallberg (bls. 161-176). Leadership in Nursing: Experiences from the European Nordic Countries. Part III Nursing Leadership in Iceland. Springer, Cham
- ↑ Guðný Anna Arnþórsdóttir. (2008). Fyrsti árgangurinn úr námsbraut í hjúkrunarfræði í Akureyrarferð. Tímarit hjúkrunarfræðinga, 84(2), 40-41. Sótt 7. júlí 2019 af: https://www.hjukrun.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=2082[óvirkur tengill]
- ↑ Forseti Íslands. Orðuhafaskrá. Sótt 7. júlí 2019 af: https://www.forseti.is/falkaordan/orduhafaskra/ Geymt 26 ágúst 2019 í Wayback Machine
- ↑ Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga 1919-2019. (2019). 10 hjúkrunarfræðingar heiðraðir á aðalfundi. Sótt 7. júlí 2019 af: https://www.hjukrun.is/um-fih/frettir/stok-frett/2019/05/22/10-hjukrunarfraedingar-heidradir-a-adalfundi-Felags-islenskra-hjukrunarfraedinga/ Geymt 15 júlí 2019 í Wayback Machine
Helstu ritverk
breytaGreinar
breyta- Marga Thome. (1999). Mæður óværra ungbarna: Hvaða heilbrigðisþjónustu fá þær vegna þunglyndiseinkenna og foreldrastreitu. Tímarit hjúkrunarfræðinga, 4(75),9-17.
- Kristín Björnsdóttir og Marga Thome, (2006). Sérfræðingar í hjúkrun: Skilgreining, viðurkenning og nám[óvirkur tengill]. Tímarit hjúkrunarfræðinga, 1(1), 28-36.
- Marga Thome. (2006). "Best practice" - evidenzbasierte Pflege. Expertenstandards oder "Clinical Guidelines". Pflege 19(3), 143-145, Verlag Hans Huber, Bern, Editorial
- Thome M. og Alder, B. (1999). A Telephone Intervention To Reduce Fatigue And Symptom Distress In Mothers With Difficult Infants In the Community. Journal of Advanced Nursing, 29(1), 128-137
- Thome, M. og Skuladóttir, A. (2005). Evaluating a family-centred intervention for infant sleep problems. Journal of Advanced Nursing, 50(1), 5-11. Reprinted with permission of Blackwell Publ. Ltd. in MIDIRS, midwifery Digest 15:3, 2005
- Skuladottir, A., Thome, M. og Ramel, A. (2005). Improving day and night sleep problems in infants by changing day time sleep rhythm: a single group before and after study. International Journal of Nursing Studies, 42(8), 843-850.
- Thome, M., Skuladottir, A. (2005). Changes in sleep problems, parents distress and impact of sleep problems from infancy to preschool age for referred and unreferred children. Scandinavian Journal of Caring Science, 19, 86-94.
- Thome M., Alder E. M. og Ramel A. (2006). A population based study of exclusive breastfeeding in Icelandic women: is there a relationship with depressive symptoms and parenting stress? International Journal of Nursing Studies, 43, 11-20.
- Marga Thome, Brynja Orlygsdottir, og Bjarki Thor Elvarsson. (2012). Evaluation of the clinical effect of an on-line course for community nurses on post-partum emotional distress: a community-based longitudinal time-series quasi-experiment. Scandinavian Journal of Caring Sciences, 26(3): 494-504.
- Thome M. og Arnadottir S. B. (2013). Evaluation of a family nursing intervention for distressed pregnant women and their partners: a single group before after study. Journal of Advanced Nursing: 69(4), 805–816.
- Linda B. Lydsdottir, Louise M. Howard, Halldora Olafsdottir, Marga Thome, Sigurdsson, J.F. (2014). The mental health characteristics of pregnant women with depressive symptoms identified by the Edinburgh Postnatal Depression Scale[óvirkur tengill]. J Clin Psychiatry (754):393–398.
- Rosa Maria Gudmundsdottir og Marga Thome. (2014). Evaluation of the effects of individual and group cognitive behavioural therapy and of psychiatric rehabilitation on hopelessness of depressed adults: A comparative analysis. Journal of Psychiatric and Mental Health Nursing, 21, 866–872.
- Linda B Lydsdottir, Louise M Howard, Halldora Olafsdottir, Marga Thome, Petur Tyrfingsson og J.F. Sigurdsson. (2019). The psychometric properties of the Icelandic version of the Edinburgh Postnatal Depression Scale (EPDS) when used prenatal[óvirkur tengill]. Midwifery, 69, 45-51.
- Johanna Bernhardsdottir, Marga Thome, Ingela Skarsäter og Jane Dimmitt Champion (2018). Designing and revising a cognitive behavioral group intervention for psychological distress among female university students. Journal of Nursing Education and Practice, 8(3): 64-71.
- Sigríður Sía Jónsdóttir, Katarina Swahnberg, Marga Thome, Guðmundur Kristjan Oskarsson, Linda Bara Lyðsdóttir, Halldora Ólafsdottir, Jon Friðrik Sigurdsson, Thora Steingrimsdottir. (2019). Pain management and medical interventions during childbirth among perinatal distressed women and women dissatisfied in their partner relationship: A prospective cohort study[óvirkur tengill]. Midwifery, 69, 1-9.
- Sigríður Sía Jónsdóttir, Katarina Swahnberg, Marga Thome, Guðmundur Kristjan Oskarsson, Linda Bara Lyðsdóttir, Halldora Ólafsdottir, Jon Friðrik Sigurdsson, Thora Steingrimsdottir. (2019). Pregnancy complications, sick leave and service needs of women who experience perinatal distress, weak social support and dissatisfaction in their partner relationships. Scandinavian Journal of Caring Sciences. June 2019, 1-14.
Bókakaflar
breyta- Marga Thome og Stefanía B. Arnardóttir (2009). Vanlíðan kvenna á meðgöngu: eðli, tíðni og áhrif á fóstur. Í Helga Gottfreðsdóttir og Sigfríður Inga Karlsdóttir (ritstj.) Lausnarsteinar-ljósmóðurfræði og ljósmóðurlist (bls. 57-81) Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag. Ljósmóðurfélag Íslands
- Marga Thome og Arna Skúladóttir. (2010). Needs-Based Resource Development and Allocation. Í Nancy Rollins Gantz (ritstj.), 101 Global Leadership Lessons for Nurses: Shared Legacies from Leaders and their Mentors[óvirkur tengill] (bls. 301-307). Indianapolis: Sigma Theta Tau International.
- Marga Thome. (2006). Geðvernd – Vaxtarbroddur hjúkrunar- og ljósmæðraþjónustu í mæðra, ungbarna- og smábarnavernd. Í Helga Jónsdóttir, Guðrun Kristjánsdóttir, Rúnar Vilhjálmsson og Sóley Bender (ritstj.), Frá Innsæi til Inngripa (bls. 285-303). Hið Íslenska Bókmenntafelagið, Reykjavík
- Thome M. (1998). Die Entwicklung mittelranginger Pflegetheorien als Bindeglied zwischen Pflegepraxis und Pflegeforschung. Í Osterbrink J. (ritstj.), Erster internationaler Pflegetheorien-kongress Nürnberg (bls. 270-76). Verlag Hans Huber, Bern.