Marga Ingeborg Thome

Marga Ingeborg Thome (f. 17. júlí 1942) er prófessor emerita við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands.

Marga Ingeborg Thome
Fædd17. júlí 1942
StörfPrófessor emerita við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands

Ferill

breyta

Marga Ingeborg Thome fæddist í Oberlöstern/Wadern, Þýskalandi. Hún lauk stúdentsprófi frá öldungadeild Ketteler Kolleg, Mainz, Þýskalandi, námi í hjúkrunarfræði við Universitätskliniken Homburg, Saar, Þýskalandi 1963 og námi í ljósmóðurfræði í Bern, Sviss 1965. Þá lauk hún námi í kennslufræði fyrir hjúkrunarkennara í Heidelberg, þýskalandi 1973, diplóma- og meistaraprófi frá Victoria háskola í Manchester í Englandi 1977[1] og doktorsprófi frá Queen Margaret University og Open University í Edinborg, Skotlandi, 1997[2] Hún er þýsk/íslenskur ríkisborgari og hefur verið búsett á Íslandi frá 1973.

Störf og verkefni

breyta

Marga var stundakennari í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands frá 1974-75 og árið 1977 varð hún fyrst til að gegna stöðu lektors í hjúkrunarfæði við skólann.[3] Árið 1980 varð hún dósent og hún var prófessor frá 2006[4] til 2012. Hún var meðal þeirra sem komu að uppbyggingu hjúkrunarfræðináms við Háskóla Íslands á fyrsta áratug námsins og kenndi í grunn- og framhaldsnámi í hjúkrunar- og ljósmóðurfræði.[5][6][7] Hún tók þátt í alþjóðasamstarfi háskóla og rannsóknastofnana í Þýskalandi og Austurríki og var virkur meðlimur í alþjóðlegum fræðasamtökum sem hafa það að markmiði að skapa þekkingu um geðheilsu á barneignaskeiði og á fyrstu æviárum barns (Marcé Society og Society of Reproductive annd Infant Psychology). Marga var fyrsti formaður stjórnar Rannsóknarstofnunnar í hjúkrunarfræði frá 1997-2000 og fyrsti deildarforseti hjúkrunarfræðideildar frá 2000-2003. Hún starfaði sem hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir á heilbrigðisstofnunum í Þýskaland, Sviss og á Íslandi áður en hún tók við lektorsstöðu við Háskóla Íslands.[4][6] Þá var hún um áratuga skeið fulltrúi menntamálaráðuneytis í hjúkrunarráði, sem starfar á vegum heilbrigðisráðuneytis. Hjúkrunarfélag Íslands tilnefndi hana sem fulltrúi sín í Workgroup of European Nurse Researchers (WERN) frá 2000-2007.[8] Marga hefur setið í fjölda doktorsnefnda og leiðbeint MA-nemum.

Rannsóknir

breyta

Hún sérhæfði sig í hjúkrunarfræði sængurkvenna og nýbura með áherslu á geðheilsu þeirra. Hún hefur gegnt tengdri stöðu sem forstöðumaður fræðasviðs í geðheilbrigði kvenna á Landsspítala Háskólasjúkrahúss[9] og við Heilsugæslu á höfuðborgasvæðinu. Rannsóknarstörf hennar fjalla t.d. um brjóstagjöf íslenskra kvenna, geðheilbrigði á meðgöngu og eftir fæðingu og svefnvandamál ungra barna.[6] Í samstarfi við aðra fagaðila svo og meistara- og doktorsnema hefur hún m.a. kannað geðheilsu kvenna á meðgöngutíma og eftir fæðingu, ávinning fræðslu til heilsugæsluhjúkrunarfræðinga um geðheilsu kvenna er upplifa vanlíðan eftir fæðingu, árangur við endurhæfingu sjúklinga með langvinnt þunglyndi, meðferð fyrir kvenstúdenta með vanlíðan til að draga úr geðrænum einkennum, meðferð fyrir verðandi foreldra til að draga úr vanlíðan beggja, leiðir til að skima fyrir geðheilsu vanfærra kvenna, áhrif sem vanlíðan vanfærra kvenna, streita, félagslegur stuðningu og ánægja við parsambandið hafa á meðgöngu og á fæðingu.

Marga hefur ritað um fræðistörf og rannsóknir á íslensku, ensku og þýsku og hefur haldið fyrirlestra um efni á rannsóknarsviðum sínum á fjölmörgum alþjóðlegum og innlendum ráðstefnum og málþingum.[6]

Viðurkenningar

breyta
  • Árið 2007, á 30 ára afmæli fyrsta útskriftarhópsins með BS-gráðu í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands, var Marga heiðruð sem einn af brautryðjendum fræðigreinarinnar.[10][6]
  • Marga var sæmd riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu 17. júní 2010 fyrir störf í þágu heilbrigðismenntunar og rannsókna[11]
  • Marga var kosin heiðursfélagi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga í júní 2019 fyrir framlag til menntunarmála, rannsókna og þekkingarsköpunar.[12]

Einkalíf

breyta

Foreldrar Mörgu voru Alois Thome, námumaður og bóndi (1904 -1995) og Katharina Thome/Kasper, húsmóðir, (1910-2000). Systkini hennar eru Alfons Thome, rafvirkjameistari, (f. 1944) og Agathe Hahn, grunnskólakennari (f. 1946). Hún var gift Erlingi Bertelssyni, lögfræðingi í Menntamálaráðuneyti (1937-2007). Dóttir þeirra er Katrin Erlingsdóttir, félagsráðgjafi (f. 1978) og á hún 3 börn.

Heimildir

breyta
  1. Valgerður Katrín Jónsdóttir. (2000). Karlar ekki jafn duglegir að sækja í vígi kvenna og konur í vígi karla – segir Marga Thome, fyrsti deildarstjóri hjúkrunarfræðideildar. Tímarit hjúkrunarfræðinga, 5(7): 266–267.
  2. Marga Thome (1996). "Distress In Mothers with Difficult Infants in the Community: An Intervention Study". Thesis for Doctor of Philosophy, PhD. Open University, U.K, Queen Margaret University, Edinburgh, Sponsoring Establishment, University of Iceland, Collaborating Establishment.
  3. „Stjórnfyrirkomulagi breytt. mbl.is. (2000, 21. október)“. Sótt 15. júlí 2019.
  4. 4,0 4,1 „Marga Thome prófessor í hjúkrunarfræði. mbl.is. (2006, 12. mars)“. {{cite web}}: |url= vantar (hjálp)
  5. Kristín Björnsdóttir. (2015). Um eðli og gildi háskólamenntunar í hjúkrun. Tímarit hjúkrunarfræðinga, 91(3). Sótt 7. júlí 2019 af: https://issuu.com/vefumsjon/docs/3_tbl_2015_vef/32
  6. 6,0 6,1 6,2 6,3 6,4 „Christer Magnusson. (2009). Sjálfstæð hugsun byggist á þekkingarsköpun. Tímarit hjúkrunarfræðinga, 85(4), 6-9“. Sótt 15. júlí 2019.
  7. Helga Jónsdóttir. (2019). State of Leadership in Nursing Science in Iceland. Í Thóra B. Hafsteinsdóttir, Helga Jónsdóttir, Marit Kirkevold, Helena Leino-Kilpi, Kirsten Lomborg og Ingalill Rahm Hallberg (bls. 131-148). Leadership in Nursing: Experiences from the European Nordic Countries. Part III Nursing Leadership in Iceland. Springer, Cham
  8. Smith, L. N.(2007). Nursing research in Europe: á progress report. J. Res Nurs, 12(3):293-300, https://journals.sagepub.com/doi/pdf/10.1177/1744987107077536
  9. Herdís Sveinsdóttir, Þóra Jenny Gunnarsdóttir og Kristín Björnsdóttir. (2019). Towards the Future: The Education of Nurses in Iceland Reconsidered. Í Thóra B. Hafsteinsdóttir, Helga Jónsdóttir, Marit Kirkevold, Helena Leino-Kilpi, Kirsten Lomborg og Ingalill Rahm Hallberg (bls. 161-176). Leadership in Nursing: Experiences from the European Nordic Countries. Part III Nursing Leadership in Iceland. Springer, Cham
  10. Guðný Anna Arnþórsdóttir. (2008). Fyrsti árgangurinn úr námsbraut í hjúkrunarfræði í Akureyrarferð. Tímarit hjúkrunarfræðinga, 84(2), 40-41. Sótt 7. júlí 2019 af: https://www.hjukrun.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=2082[óvirkur tengill]
  11. Forseti Íslands. Orðuhafaskrá. Sótt 7. júlí 2019 af: https://www.forseti.is/falkaordan/orduhafaskra/ Geymt 26 ágúst 2019 í Wayback Machine
  12. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga 1919-2019. (2019). 10 hjúkrunarfræðingar heiðraðir á aðalfundi. Sótt 7. júlí 2019 af: https://www.hjukrun.is/um-fih/frettir/stok-frett/2019/05/22/10-hjukrunarfraedingar-heidradir-a-adalfundi-Felags-islenskra-hjukrunarfraedinga/ Geymt 15 júlí 2019 í Wayback Machine

Helstu ritverk

breyta

Greinar

breyta

Bókakaflar

breyta
  • Marga Thome og Stefanía B. Arnardóttir (2009). Vanlíðan kvenna á meðgöngu: eðli, tíðni og áhrif á fóstur. Í Helga Gottfreðsdóttir og Sigfríður Inga Karlsdóttir (ritstj.) Lausnarsteinar-ljósmóðurfræði og ljósmóðurlist (bls. 57-81) Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag. Ljósmóðurfélag Íslands
  • Marga Thome og Arna Skúladóttir. (2010). Needs-Based Resource Development and Allocation. Í Nancy Rollins Gantz (ritstj.), 101 Global Leadership Lessons for Nurses: Shared Legacies from Leaders and their Mentors[óvirkur tengill] (bls. 301-307). Indianapolis: Sigma Theta Tau International.
  • Marga Thome. (2006). Geðvernd – Vaxtarbroddur hjúkrunar- og ljósmæðraþjónustu í mæðra, ungbarna- og smábarnavernd. Í Helga Jónsdóttir, Guðrun Kristjánsdóttir, Rúnar Vilhjálmsson og Sóley Bender (ritstj.), Frá Innsæi til Inngripa (bls. 285-303). Hið Íslenska Bókmenntafelagið, Reykjavík
  • Thome M. (1998). Die Entwicklung mittelranginger Pflegetheorien als Bindeglied zwischen Pflegepraxis und Pflegeforschung. Í Osterbrink J. (ritstj.), Erster internationaler Pflegetheorien-kongress Nürnberg (bls. 270-76). Verlag Hans Huber, Bern.