Maríubjalla

(Endurbeint frá Maríubjallnaætt)

Maríuhænur (eða maríubjöllur) (Coccinellidae) eru ætt bjallna og til hennar heyra um 6000 tegundir sem finnast um allt þurrlendi jarðar. Lögun er egglaga og stærð er frá 1-10 millimetrum. Þær eru með svokallaða skjaldvængi sem þær fljúga með. Úr liðamótum fóta seyta þær eitruðum illa lyktandi varnarvökva. Rauður litur algengur meðal maríubjallna en einnig finnast gul, grá og brún afbrigði. Þær eru plöntuætur eða rándýr.[3]

Maríubjöllur
Coccinella magnifica
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Liðdýr (Arthropoda)
Undirfylking: Sexfætlur (Hexapoda)
Flokkur: Skordýr (Insecta)
Ættbálkur: Bjöllur (Coleoptera)
Undirættbálkur: Polyphaga
Yfirætt: Cucujoidea
Ætt: Coccinellidae
Latreille, 1807 [1]
Undirættir [1]


Sjödepla (Coccinella septempunctata).

Á Íslandi hafa fundist 16 tegundir maríubjallna. Tvær þeirra lifa hér í náttúrunni: Flikrudepla (Coccinella undecimpunctata) og maríutítla (Scymus limonii). [4]

Tilvísanir

breyta
  1. 1,0 1,1 "Coccinellidae Latreille, 1807". Integrated Taxonomic Information System.
  2. „Wikispecies: Microweiseinae“. 2012. Sótt 9. mars 2013.
  3. Maríubjallnaætt (Coccinellidae) Geymt 10 ágúst 2020 í Wayback Machine Náttúrufræðistofnun. Skoðað 6. jan. 2017.
  4. Hvað getið þið sagt mér um maríubjöllur? Vísindavefur. Skoðað 6. jan, 2017
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.