Samningur um verndun mannréttinda og mannfrelsis
(Endurbeint frá Mannréttindasáttmáli Evrópu)
Samningur um verndun mannréttinda og mannfrelsis (Á ensku: Convention for the Protection of Human Rights and Fundamental Freedoms), betur þekktur sem Mannréttindasáttmáli Evrópu (MSE), er þjóðréttarsamningur sem undirritaður var af fulltrúum á ráðherrafundi Evrópuráðsins 4. nóvember 1950.
Ísland undirritaði sáttmálann árið 1950. Hann var þó ekki formlega lögtekinn fyrr en árið 1994 í kjölfar tveggja dóma þar sem Mannréttindadómstóll Evrópu hafði dæmt íslenska ríkinu í óhag og gagnrýnt íslenska löggjöf. Annar dómanna féll í máli Þorgeirs Þorgeirsonar gegn íslenska ríkinu 1992.
Tenglar
breyta- Samningur um verndun mannréttinda og mannfrelsis, 1950, með breytingum skv. samningsviðauka nr. 11, á íslensku
- Lög um mannréttindasáttmála Evrópu á vef Alþingis.
- Mannréttindi og Ísland Geymt 1 febrúar 2008 í Wayback Machine á vef Mannréttindaskrifstofu Íslands.