Taílandsflói
Taílandsflói er flói í Suður-Kínahafi (Kyrrahafi). Umhverfis hann eru löndin Malasía, Taíland, Kambódía og Víetnam. Flóinn þekur um það bil 320 þúsund ferkílómetra stórt svæði. Suðurmörk flóans eru miðuð við beina línu sem nær frá Bai Bung-höfða á suðurodda Víetnam (rétt sunnan við ósa árinnar Mekong) að borginni Kota Baru á austurströnd Malasíu.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Taílandsflóa.
Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu Taílandsflói.