Andamanhaf
Andamanhaf er hafsvæði í Indlandshafi, suðaustan við Bengalflóa og markast af Andamaneyjum og Níkóbareyjum í vestri, strönd Mjanmar í norðri og strönd Taílands í austri. Í suðri tengist hafið Suður-Kínahafi um Malakkasund milli Indónesíu og Malasíu.

Kort sem sýnir Andamanhaf
Andamanhaf er um 1200 kílómetra langt frá norðri til suðurs, og 650 kílómetra breitt og þekur 797.700 ferkílómetra svæði. Meðaldýpt þess er 870 metrar en dýpst er það 3.777 metrar.