MGMT
MGMT,[1] hét upprunalega „The Management“ („The Management“ var notað af annarri hljómsveit og þess vegna var heitið stytt í „MGMT“), er bandarískur dúett frá Brooklyn í New York sem samanstendur af Ben Goldwasser og Andrew VanWyngarden. Þeir voru upprunalega skráðir hjá Cantora Records, en núna eru þeir skráðir hjá Columbia Records/Red Ink/Sony árið 2006.
MGMT | |
---|---|
Upplýsingar | |
Uppruni | Middletown, Connecticut, Bandaríkjunum |
Ár | 2005 – í dag |
Stefnur | Öðruvísi rokk |
Útgáfufyrirtæki | Columbia Records Red Ink Cantora Records |
Meðlimir | Andrew VanWyngarden Benjamin Goldwasser James Richardson Matt Asti Will Berman |
Vefsíða | whoismgmt.com/ |
Þann 5. október 2007 tilkynnti tónlistartímaritið Spin.com að MGMT væri „hljómsveit dagsins“.[1] Þann 14. nóvember 2007 nefndi tímaritið Rolling Stone MGMT sem topp 10 „Artist to Watch“ ársins 2008.[2] Hljómsveitin fékk 9. sæti í Sound of 2008 top 10 könnuninni af BBC.[3] Þeir voru líka nefndir mest spilaðasta hljómsveit ársins 2008 á Last.fm vefsíðunni.[4]
Í október 2007 var gefið út fyrsta plata eftir hljómsveitinni Oracular Spectacular sem vann 12. sæti á breska vinsældalistanum og 6. sæti á ástralska vinsældalistanum. NME nefndi hana besta plata ársins 2008.[5]
Oracular Spectacular (2005-2009)
breytaFyrsta plata MGMT er Oracular Spectacular. Oracular Spectacular hefur skotið hljómsveitinni MGMT upp á stjörnuhimininn.
Í tónlistardómi Rjómans, íslensks vefrits um tónlist, segir að Oracular Spectacular er ein af þessum fágætu plötum sem hreinlega kalla á að vera spilaðar aftur og aftur."[6] Íslenska rokk útvarpstöðin Xið-977, valdi Oracular Spectacular sem plötu vikunnar þann tuttugasta og annan apríl, árið 2008.[7]
Jónsi, úr hljómsveitinni Sigur Rós, tók þekju á laginu Time to Pretend. Lagið er að finna á plötu MGMT, Oracular Spectacular. Jónsi flutti þekjuna í þættinum Live Lounge, á útvarpstöðinni BBC Radio 1. [8]
Congratulations (2009-2011)
breytaCongratulations, er seinni plata MGMT. Platan Congratulations er blanda af mörgum tónlstarstefnum, eins og sækadeliku, mod-rokks, freak-folk, 80’s nýbylgju og pönks.
Congratulations hefur hlotið lof íslenskra gagnrýnenda. Í tónlistardómi Rjómans, segir að "Congratulations er hálfgerð rússibanareið þar sem óvæntar beygjur, hringsnúningar, dýfur, hólar og hæðir kasta hlustandanum til og frá". Rjóminn gefur plötunni Congratulations í einkunn 4 af 5 mögulegum. [9] Rjóminn valdi jafnframt lag af plötunni Congratilations, "Song for Dan Treacy" á lista 10 bestu erlendu lögin 2010.[10] Umsögn Popplands, þátt Rásar eitt um popptónlist, er á svipaða leið. Poppland valdi plötuna, Congratulations, sem erlenda plötu vikunnar, þann þriðja maí árið 2010.[11]
Ekki eru þó allir sammála íslensku tónlistarspekingunum á vefritinu Rjómanum, og í útvarpsþættinum Popplandi. Í yfirlýsingu frá MGMT, þá báðust þeir afsökunar á plötu sinni, Congratutions. Forsprakkar sveitarinnar, þeir Andrew VanWyngarden og Ben Goldwasser segja að platan innihaldi enga smelli, og þeir séu hissa á að plötufyrirtæki þeirra, Sony/Columbia hafi leyft þeim að gefa plötuna út. [12]
Breiðskífur
breyta- Oracular Spectacular (2007)
- Congratulation (2010)
- MGMT (2013)
Heimildir
breyta- ↑ 1,0 1,1 D'Amato, Anthony M. „Artist of the Day: MGMT“. Spin.com. Afrit af upprunalegu geymt þann 9. júlí 2008. Sótt 5. október 2007.
- ↑ O'Donnell, Kevin. „Artist to Watch: MGMT“. Rolling Stone. Afrit af upprunalegu geymt þann 7. apríl 2013. Sótt 14. nóvember 2007.
- ↑ „Record of the Week“. BBC Radio. 4. janúar 2008. Sótt 24. mars 2008.
- ↑ „Last.fm Best of 2008“. Last.fm. 14. desember 2008. Afrit af upprunalegu geymt þann 9. mars 2016. Sótt 14. desember 2008.
- ↑ New Musical Express, gefin út þann 8. desember 2008.
- ↑ „MGMT - Oracular Spectacular“. Rjóminn, íslenskt vefrit um tónlist. Afrit af upprunalegu geymt þann 19. júlí 2011. Sótt 26. ágúst 2010.
- ↑ „Púlsinn frétt“. Xið-977, rokk útvarpstöð. Sótt 26. ágúst 2010.[óvirkur tengill]
- ↑ „Jónsi þekur MGMT“. Rjóminn, íslenskt vefrit um tónlist. Afrit af upprunalegu geymt þann 26. maí 2010. Sótt 26. ágúst 2010.
- ↑ „MGMT - Congratulations“. Rjóminn, íslenskt vefrit um tónlist. Afrit af upprunalegu geymt þann 8. júní 2010. Sótt 26. ágúst 2010.
- ↑ „10 bestu erlendu lögin sem af er ári“. Rjóminn, íslenskt vefrit um tónlist. Afrit af upprunalegu geymt þann 21. september 2010. Sótt 26. ágúst 2010.
- ↑ „MGMT - Congratulations Poppland“. Poppland, poppþáttur Rásar 1. Afrit af upprunalegu geymt þann 10. maí 2010. Sótt 26. ágúst 2010.
- ↑ „MGMT biðst "fyrirgefningar"“. Morgunblaðið, dagblað. Sótt 26. ágúst 2010.