Móri

bók um Sval og Val frá árinu 1976

Móri (franska: L'Ankou) er 27. bókin í bókaflokknum um Sval og Val og sú sjöunda eftir listamanninn Fournier. Hún kom út á frummálinu árið 1976, en gefin út á íslensku 1982 og telst fimmtánda í röðinni í íslenska bókaflokknum.

Söguþráður

breyta

Órórea biður Sval og Val að hitta sig í þorpinu Gálgavík, þar sem stendur yfir alþjóðleg ráðstefna töframanna. Þar hitta félagarnir fyrir japanska töframanninn Ító Kata ásamt kollegum hans Alkasar, Cappucino og Atana (franska: Al Kazar, Père Capuccino og Retros Athana).

Undarlegir hlutir eru á seyði í héraðinu, sem tengjast meðal annars nálægu kjarnorkuveri sem orðið hefur fyrir skemmdarverkum. Svalur og Valur hitta Óróreu sem komist hefur á snoðir um að í kjarnorkuverinu sé framleitt dularfullt og háskalegt efni, sem glæpamenn ásælast. Jafnframt rekast þau á draug héraðsins, Móra (franska: Ankou), sem hefur horn í síðu kjarnorkuversins.

Þrjótarnir sem ásælast efnið dularfulla fylgjast með sýningu töframannanna á ráðstefnunni. Þeir taka Val í gíslingu og þvinga Ító Kata og vini hans til að ræna efninu fyrir þá. Eftir æsilegan eltingaleik tekst Sval, Val og Óróreu að ná efninu úr klóm skúrkanna, þrátt fyrir að Móri leggi þeim síðarnefndu lið, enda vill hann losna við efnið skaðlega úr sveit sinni. Að lokum eyða töframennirnir efninu og Móri unir glaður við sitt

Fróðleiksmolar

breyta
  • Fournier fæddist og ólst upp á Bretagne-skaga, sem er hið raunverulega sögusvið bókarinnar. Þjóðsagnapersónan Ankou er þekkt á svæðinu og byggir á ævafornum keltneskum sögnum um veru sem fór um með vagn í eftirdragi og boðaði feigð.
  • Um það leyti sem sagan var rituð stóðu miklar deilur milli íbúa í Bretagne og franskra yfirvalda um rekstur kjarnorkuvers í héraðinu. Var sögunni um Móra talsvert hampað í þeirri baráttu, en sú athygli vakti litla hrifningu yfirmanna hans hjá Dupuis.

Íslensk útgáfa

breyta

Móri var gefinn út af Iðunni árið 1982, í þýðingu Jóns Gunnarssonar. Þetta var fimmtánda bókin í íslensku ritröðinni.

Heimildir

breyta
  • Splint & Co. 1976-1979. Forlaget Zoom. 2011. ISBN 978-87-92718-07-5.