Móasigð (fræðiheiti: Sanionia uncinata) er algeng mosategund af rytjamosaætt.

Móasigð
Móasigð með bauka í Tírol í Austurríki.
Móasigð með bauka í Tírol í Austurríki.
Ástand stofns
Ekki metið (IUCN)
Vísindaleg flokkun
Ríki: Plöntur (Plantae)
Fylking: Baukmosar (Bryophyta)
Flokkur: Hnokkmosaflokkur (Bryopsida)
Ættbálkur: Faxmosabálkur (Hypnales)
Ætt: Rytjamosaætt (Amblystegiaceae)
Ættkvísl: Sanionia
Tegund:
Móasigð (S. uncinata)

Tvínefni
Sanionia uncinata
(Hedw.) Loeske

Útlit og einkenni breyta

Móasigð vex upprétt og verður 3,5-10 cm há og lítillega greinótt. Laufin eru 3 mm löng og vaxa í kröppum boga sem nær yfirleitt í heilan hring.[1]

Öll lauf móasigðar snúa í sömu átt á stönglinum. Í fljótu bragði getur móasigð því líkst mosum af ættkvíslunum Drepanocladus og Warnstorfia sem hafa einnig lauf sem snúa aðeins í eina átt en móasigð greinist auðveldlega frá þessum ættkvíslum á því að hún hefur grænlita sprota og lauf hennar eru mjög mjó, bogin í heilan hring og með fellingum. Móasigð vex sömuleiðis yfirleitt á þurrari stöðum en þessar ættkvíslir.[1]

Móasgið líkist einnig brekkusigð (S. orthothecioides) en brekkusigð hefur færri og óreglulegri greinar, meiri fellingar á blöðunum, myndar lausvaxna mosabletti og ber sjaldan bauka.[1] Móasigð sem vex á trjám getur í fljótu bragði minnt á Hypnum-tegundir en móasigð hefur lengri blöð en Hypnum-tegundir, fellingar og miðstreng á blöðunum.[1]

Útbreiðsla og búsvæði breyta

Móasgið er með algengustu mosategundum á Íslandi.[2] Hún finnst í skóglendi, mólendi, á veggjum, trjábolum, klettum og uppi á þúfum í mýrlendi.[2] Móasigð vex gjarnan milli gangstéttarhellna[3] og hún var meðal fyrstu mosategunda til að nema land í fuglavarpinu í Surtsey eftir að eyjan myndaðist.[4]

Móasigð er með algengustu mosum í 32 af 64 landvistgerðum á Íslandi. Meðal þeirra eru fjöldi vistgerða sem njóta sérstakrar verndar samkvæmt Bernarsamningnum.[5]

Myndir breyta

Tilvísanir breyta

  1. 1,0 1,1 1,2 1,3 Sanionia uncinata - Sickle-leaved Hook-moss (á ensku). British Bryological society. Sótt þann 19. júlí 2019.
  2. 2,0 2,1 Flóra Íslands. Móasgið - Sanionia uncinata. Sótt þann 18. júlí 2019.
  3. Ágúst H. Bjarnason (2013). Tveir millistéttarmosar. Sótt þann 19. júlí 2019.
  4. Líf á landi - lágplöntur í Surtsey. Geymt 20 ágúst 2018 í Wayback Machine Heimasíða Surtseyjarfélagsins. Sótt þann 19. júlí 2019.
  5. Jón Gunnar Ottósson, Anna Sveinsdóttir og María Harðardóttir (ritstj.) (2016). Vistgerðir á Íslandi. Fjölrit Náttúrufræðistofnunar Íslands nr. 54. Garðabæ, Náttúrufræðistofnun Íslands. Sótt þann 19. júlí 2019.