Mary Harris Jones

(Endurbeint frá Móðir Jones)

Móðir Jones, réttu nafni Mary Harris Jones, (f. 1. ágúst 1837 - d. 1. nóvember 1930) var írskur verkalýðsleiðtogi.

Móðir Jones árið 1902.

Mary fæddist á Írlandi, faðir hennar var bóndi. Hún fluttist til Bandaríkjanna þar sem hún giftist og eignaðist þrjú börn. Fjölskylduna missti hún alla er guluveikisfaraldur herjaði árið 1867. Annað áfall dundi svo á fjórum árum seinna, 1871, þegar hún missti aleiguna í Chicago-brunanum mikla. Þá hóf hún að vinna fyrir og skipuleggja hagsmunasamtök almennings, hún gekk í Knights of Labour, undanfara Industrial Workers of the World sem hún tók þátt í að stofna 1905. Hún tók þátt í störfum United Mine Workers og Sósíalistaflokki Ameríku

Tenglar

breyta
   Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.