Lyftingar
Lyftingar eru aflraunaíþrótt þar sem keppendur reyna að lyfta lóðum með sem mestri þyngd. Lyftingar eru mikið stundaðar sem líkamsrækt. Lyftingar skiptast í kraftlyftingar (réttstöðulyfta, hnébeygja og bekkpressa) og ólympískar lyftingar (snörun og jafnhöttun). Ólympískar lyftingar hafa verið ólympíugrein frá upphafi.