Lúkíanos

(Endurbeint frá Lucian)

Lúkíanos frá Samosata (forngrísku Λουκιανὸς ὁ Σαμοσατεύς, um 120 – eftir 180) var sýrlenskur-rómverskur mælskumaður, rithöfundur og höfundur satíra, sem ritaði á forngrísku og var rómaður fyrir fágaan stíl sinn, hugmyndaflug sitt og kímnigáfu sína.

Hann fæddist í borginni Samosata í fyrrum konungdæminu Kommagenu (í dag í austurhluta Tyrklands), sem var þá undir yfirráðum Rómaveldis og var sameinað skattlandinu Sýrlandi. Hann vísar til sjálfs sín sem „Sýrlendings“. Að öllum líkindum lést hann í Aþenu seint á 2. öld

Lúkíanosi eru eignuð rúmlega 80 ritverk en ósennilegt þykir að þau séu öll ósvikin. Í mörgum verka sinna gerir Lúkíanos óspart grín að bæði grískri goðafræði og grískri heimspeki. Ekkert er vitað um heimspekileg viðhorf hans sjálfs en hann hefur bæði verið talinn hafa aðhyllst aristótelisma og epikúrisma.

Tenglar

breyta
   Þessi fornfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.