Love Don't Cost a Thing (kvikmynd)
Love Don't Co$t a Thing (e. Ástin ko$tar ekki neitt) er unglinga-gamanmynd frá árinu 2003, skrifuð og leikstýrð af Troy Beyer. Nick Cannon og Christina Milian fara með aðalhlutverkin. Þá leika Steve Harvey, Kenan Thompson og Kal Penn einnig í henni. Myndin er lauslega byggð á myndinni Can't Buy Me Love frá árinu 1987.
Love Don't Co$t a Thing | |
---|---|
Leikstjóri | Troy Beyer |
Handritshöfundur | Michael Swerdlick Troy Beyer |
Framleiðandi | Alexander H. Gayner Andrew A. Kosove Broderick Johnson Kira Davis Mark Burg Nava Levin Oren Koules Reuben Cannon Steven P. Wegner |
Leikarar | Nick Cannon Christina Milian Kenan Thompson Steve Harvey Vanessa Bell Calloway |
Dreifiaðili | Warner Bros.Pictures |
Frumsýning | 12. desember 2003 |
Lengd | 100 mín. |
Tungumál | enska |
Aldurstakmark | Leyfð öllum |
Ráðstöfunarfé | $21.924.226 |
Söguþráður
breytaNördinn Alvin Johnson (Cannon) er frábærlega gáfaður og er á umhugsunarlista um skólastyrk í vélaverkfræði og hann er frábær í að hanna vélar. En hann vill ekki vera lúði lengur og vill hanga með vinsælu krökkunum. Örlítil heppni og að vera á réttum stað á réttum tíma gefur honum það tækifæri. Vinsælda-drottningin Paris Morgan (Milian) klessir bíl móður sinnar í leyfisleysi og vantar einhvern að gera við hann áður en mamma hennar kemst að því. Alvin borgar fyrir varahlutina og gerir við bílinn en í staðinn biður hann hana um að þykjast vera kærastan hans svo hann verði vinsæll í staðinn fyrir að kaupa varahlutinn sem hann vantar í vélina sína til þess að eiga betri líkur á að fá skólastyrkinn. Það virkar og Alvin breytist úr nörda yfir í vinsælan gaur. Hluti af samkomulaginu var að þau myndu hætta saman eftir tvær vikur, sem Al gerði í skólanum, án þess að Paris vissi af því. Þetta gerir Paris reiða vegna þess að henni finnst að hann sé búinn að eyðileggja orðspor hennar. Ekki aðeins það heldur gerði Alvin það mjög ókursteisislega. Að lokum fer Alvin að líta á sig sem „óbrjótanlegan“ og hann byrjar að rífa niður orðspor Parisar. Hann byrjar einnig að hunsa lúðalegu vini sína. Þegar kærasti Parisar (sem er í háskóla) hættir með henni af því að hann heldur að Paris og Alvin hafi verið saman biður Paris Al um að segja frá samningnum þeirra. En Al er orðinn svo sjálfumglaður að hann heldur að samningurinn hafi aldrei verið til. Paris segir þá öllum frá samningnum þeirra fyrir framan alla vinsælu krakkana og segir að hann hafi borgað henni fyrir að vera vinur sinn svo að hann myndi verða vinsæll. Alvin, rosalega vandræðalegur, verður aftur hann sjálfur og reynir að lifa sínu gamla lífi aftur með lúðalegu vinum sínum. En þeir vilja ekki taka við honum aftur. Sagan endar á körfuboltaleik skólans þegar Alvin stendur upp þegar einn körfuboltastrákanna fer að gera grín að honum og hótar að lemja Alvin. Alvin segist vera miður sín yfir því að skammast sín fyrir hvernig hann var (þegar hann var lúði). Þá öðlast hann virðingu vina sinna og allra nemendanna aftur. Seinna úti vill Drew (fyrrverandi kærasti Parisar) taka hana aftur en hún segir við hann: „Ég á mér aðra drauma“. Paris og Al sættast á endanum og kyssast þegar myndin endar.
Persónur & leikendur
breyta- Nick Cannon — Alvin Johnson
- Christina Milian — Paris Morgan
- Steve Harvey — Clarence Johnson
- Al Thompson — Ted
- Ashley Monique Clark — Aretha Johnson
- Elimu Nelson — Drew Hilton
- Gay Thomas — Judy Morgan
- Kal Penn — Kenneth Warman
- Kenan Thompson — Walter Colley
- Kevin Christy — Chuck Mattock
- Melissa Schuman — Zoe Parks
- Nichole Robinson — Yvonne Freeman
- Reagan Gomez-Preston — Olivia
- Sam Sarpong — Kadeem
- Vanessa Bell Calloway — Vivian Johnson
Tónlist
breyta- „Shorty (Put It on the Floor)“ - Busta Rhymes, Chingy, Fat Joe og Nick Cannon
- „Luv Me Baby“ - Murphy Lee ásamt Jazze Pha og Sleepy Brown
- „Ignition (Remix)“ - R. Kelly
- „Are You Ready“ - Mr. Cheeks
- „Got What It Takes“ - Jeannie Ortega
- „Pass the Courvosier (Part 2)“ - Busta Rhymes ásamt P. Diddy og Pharrell Williams
- „Ex-Girlfriend“ - Nivea
- „How Far Will You Go“ - Ginuwine
- „Comes to Light (Everything)“ - Jill Scott
- „Always“ - Melissa Schuman
- „Baby Girl“ - Joe Budden
- „I Wanna Kiss You“ - Nicole Wray
- „We Rise“ - Rama Duke
- „Hate 2 Luv U“ - 3LW
- „She Is“ - Houston
- „Spit Da Flow“ - Cash Take og B. Griffin
Verðlaun og tilnefningar
breyta2004 BET Comedy Awards
- Framúrskarandi leikstjórn í Box Office-mynd — Troy Beyer (tilnefndur)
2004 Teen Choice Awards
- Framúrskarandi kvikmyndastjarna, kvenkyns — Christina Milian (tilnefnd)
- Kvikmynd, Stefnumótamynd (tilnefnd)
- Kvikmyndir, neisti(á milli leikara)— Christina Milian, Nick Cannon (tilnefnd)
- Kvikmyndir, lygari — Nick Cannon (tilnefnd)
- Kvikmyndir, besti koss — Christina Milian, Nick Cannon (tilnefnd)
Heimildir
breyta- Fyrirmynd greinarinnar var „Love Don't Cost a Thing (film)“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt janúar 2009.