Ljóðhús (skosk gelíska: Leòdhas, enska: Lewis) eru norðurhluti eyjunnar Ljóðhúsa og Héraðs í Ytri Suðureyjum. Flatarmál Ljóðhúsa er 1.700 km². Ljóðhús eru lægri og sléttari en suðurhluti eyjunnar, Hérað, sem er tiltölulega fjöllótt. Landið á Ljóðhúsum er frjósamt og því búa um þrír af hverjum fjórum íbúa eyjunnar þar. Stærsti bærinn í Suðureyjum, Stornoway, er á Ljóðhúsum.

Ljóðhús innan Suðureyja

Ljóðhús hafa að geyma marga ólíka vaxtarstaði þar sem fjölbreytt gróður- og dýralíf, svo sem gullernir, krónhirtir og hreifadýr, lifir. Þessar tegundir njóta verndar á nokkrum náttúruverndarsvæðum sem er að finna á eyjarhlutanum.

Öldungakirkjan hefur haft mikil áhrif á sögu Ljóðhúsa. Eyjarhlutinn var einu sinni undir stjórn Norðmanna. Lifnaður á Ljóðhúsum er frábrugðinn þeim sem er að finna annars staðar á Skotlandi. Ljóðhýsingar halda sabbatsdaginn hátíðlegan, tala margir gelísku og stunda enn mógröft. Rík saga Ljóðhúsa er varðveitt í þjóðsögum og tónlistarhefð eyjarhlutans.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.