Sabbatsdagur
Sabbatsdagur er vikulegur hvíldardagur haldinn á mismunandi hátt í abrahamískum trúarbrögðum. Sabbatsdagurinn er í kristni og gyðingdómi haldinn á laugardegi, eða nákvæmlega frá sólsetri á föstudagskvöldi þar til „þrjár stjörnur birtast“ á laugardagskvöldi, til að gefa manni tækifæri að velta fyrir sér sköpun heimsins. Sabbatsdagurinn er gyðingum sérstaklega mikilvægur og er meðal helstu hátíða þeirra.
Á sabbatsdegi mega gyðingar sem fylgja trúarhefðum ekki vinna. Það er líka bannað að ferðast, bera hluti utandyra eða kveikja og slökkva eld. Þar sem rafmagn telst til elds samkvæmt íhaldssamari söfnuðum gyðingdóms mega sanntrúaðir gyðingar hvorki kveikja né slökkva á rafmagnstæki. Aðeins má brjóta þessa reglur til að bjarga mannslífi (pikuach nefesch). Hjá mörgum söfnuðum gyðingdóms hefur töluvert verið slakað á þessum reglum.