Gullörn (fræðiheiti: Aquila chrysaetos) er einn algengasti ránfugl á norðurhveli og hefur mesta útbreiðslu arna.

Útbreiðsla.
Gullörn.
Ungfugl.
Gullörn með útbreidda vængi.
Aquila chrysaetos

Gullörn er dökkbrúnn en hefur gullbrúnar fjaðrir á hnakkanum. Ungfuglar eru með hvítar fjaðrir á stéli og vængjum. Aðalfæða þeirra er nagdýr. Kvenfuglarnir eru stærri en karlfuglarnir og halda pör sig saman ævilangt. Vanalega koma um 4 egg úr varpi og 1-2 unga lifa af.

Gullernir geta náð einum mesta hraða ránfugla eða 240-320 kílómetra/klst hraða þegar þeir stinga sér. Aðeins förufálki er hraðari. Kjörlendi þeirra er fjalllendi en þeir eiga líka til að verpa á láglendi. En skógur þarf að vera gisinn svo þeir komi auga á bráðina. Gullernir sem lifa norðar en við 60. breiddargráðu flytja sig sunnar á veturna. Fuglar frá Alaska geta t.d. flutt sig um nokkur þúsund kílómetra suður, allt að Mexíkó.

Undirtegund gullarnar hefur verið taminn og notaður til að ráðast á úlfa í Mið-Asíu. Talið er að fjöldi gullarna sé á bilinu 170.000-240.000.

Heimild breyta

Fyrirmynd greinarinnar var „Golden eagle“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 7. des. 2016.