Litháískt litas
(Endurbeint frá Litas)
Litháískt litas eða lít[1] (litháíska: Lietuvos litas) var gjaldmiðill Litháens. Eitt litas skiptist í 100 hundraðshluta (centas, fleirtala: centai). Til stóð að Litháen tæki upp evruna 1. janúar 2010 en vegna verðbólgu og efnahagskreppunnar á evrusvæðinu var upptökunni frestað til 1. janúar 2015. Litháar nota evruna í dag.
Litháískt litas Lietuvos litas | |
---|---|
Land | Litháen |
Skiptist í | 100 hundraðshluta (centas) |
ISO 4217-kóði | LTL |
Skammstöfun | Lt / ct |
Mynt | 1, 2, 5, 10, 20, 50 hundraðshlutar, 1, 2, 5 litös |
Seðlar | 10, 20, 50, 100, 200, 500 litös |
Heimild
breyta- ↑ „Íslensk gjaldmiðlaheiti“. Sótt 17. maí 2012.