Listi yfir CSI:NY (1. þáttaröð)

Fyrsta þáttaröðin af CSI: NY var frumsýnd 22.september 2004 og sýndir voru 23 þættir.

Í fyrstu þáttaröðinnni af CSI: NY fá áhorfendur að kynnast New York CSI með Mac Taylor í fararbroddi. Með honum í CSI liðinu eru: Stella Bonasera aðstoðaryfirmaður CSI liðsins ; Danny Messers sem var handvalinn af Mac í liðið og New York búi í húð og hár; Aiden Burn ákafur CSI rannsóknarmaður; Dr Sheldon Hawkes réttarlæknir og Don Flack NYPD rannsóknarfulltrúi.

Aðalleikarar

breyta

Þættir

breyta
Titill Höfundur Leikstjóri Sýnt í U.S.A. Þáttur nr.
Blink Anthony E. Zuiker Deran Sarafian 22.09.2004 1 - 1
CSI liðið finnur þrjár ungar konur, sem hafa verið misþyrmdar og myrtar mjög hryllingslega. Ljósmyndir á einum glæpavettvanginum leiðir liðið að pari sem studdi eitt af fórnarlömbunum, og kærasta annars fórnarlambs sem segist ekki hafa talað við hana í margar vikur. Eina vitnið sem þau hafa er ein af ungu konunum sem lifði af og getur aðeins talað með því að blikka augunum.
Creatures of the Night Pam Veasey Tim Hunter 24.09.2004 2 - 2
Ung rík kona er nauðgað og barin í Central Park. Eina sönnunargagnið sem hægt er að nota er lítið lauf sem finnst á klæðnaði hennar, sem leiðir Stellu og Flack að glæpavettvangninum. Málið fer versnandi þegar ekkert DNA sýni finnst og fórnarlambið hefur enga minningu um hvað gerðist, sem gerir leitina að sökudólgnum erfiðara fyrir. Á sama tíma finnst eiturlyfjaneytandi myrtur í skúmaskoti en kúlan sem myrti hann er týnd. Mac, Aiden og Hawkes komast að því að rotta hafi borðað kúluna, sem leiðir það þau að ráni sem gerðist fyrr um daginn.
American Dreamers Eli Talbert Rob Bailey 06.10.2004 3 - 3
Beinagrind finnst í túristarútu. Við rannsókn á beinagrindinni kemur í ljós að hún er aldargömul og af ungum dreng sem hvar. Rannsókn málsins leiðir Mac og CSI liðið að starfsmanni unglingamiðstöðvar sem kannast ekkert við drenginn en hefur gamalt leyndarmál að geyma.
Grand Master Zachary Reiter Kevin Bray 27.10.2004 4 - 4
DJ Banner finnst látinn fyrir utan næturklúbb stuttu eftir að hafa unnið DJ keppni. Mac og Flack rannsaka ekki bara næturklúbbinn heldur líka helsta keppnisnaut Banners. Stella og Danny rannsaka lát fatahönnuðar sem finnst látin í sundlaug í íbúð sinni. Við krufningu komast þau að því að konan dó úr tetrodotoxin eitrun sem finnst í sérstökum fiski, sem leiðir Stellu og Danny að hágæða sushi veitingastað.
A Man a Mile Andrew Lipsitz David Grossman 03.11.2004 5 - 5
Stella og Aiden rannsaka andlát unglingsstúlku sem finnst í höfninni. Komast þær að því að hún stundaði nám við fínan skóla miðað við tekjur foreldra hennar. Mac og Danny rannsaka lík sem finnst í byggingagöngum fyrir nýja vatnaleiðslu borgarinnar. Rannsókn þeirra verður erfiðari þegar Sandhogs, verkalýðsfélag gangagrafara koma í veg fyrir að þeir fái upplýsingar um fórnarlambið.
Outisde Man Timothy J. Lea Rob Bailey 10.11.2004 6 - 6
Tveir starfsmenn veitingahúss finnast á lífi eftir vopnað rán á veitingahúsið. Danny og Aiden eiga erfitt með að finna sökudólg fyrr en þau skoða betur eftirlifendur ránsins. Mac og Stella rannsaka dauða manns sem lét taka af sér löppina, þrátt fyrir að ekki væri þurfi fyrir því.
Rain Pam Veasey David Grossman 17.11.2004 7 - 7
Brunnin lík af tveimur mönnum finnast eftir að hafa rænt banka í Chinatown. CSI liðið rannsakar málið sem leiðir þau að týndu ungabarni bankastjórans.
Three Generations are Enough Andrew Lipsitz Alex Zakrzewski 24.11.2004 8 - 8
Danny og Mac rannsaka skjalatösku með blóðugu blaði sem finnst á miðju gólfi verðbréfahallarinnar. Stella og Flack rannsaka dauða ungrar óléttrar konu sem féll ofan af þaki kirkju. CSI liðð komast síðan að því að málin þeirra tengjast hvort öðru.
Officer Blue Anthony E. Zuiker Deran Sarafian 01.12.2004 9 - 9
Hestalögreglumaður er skotinn til bana af leyniskyttu. Mac reynir að öllum krafti að finna byssukúluna sem er föst í hryggjarlið hestsins og ef hún er fjarlægð þá mun hesturinn deyja. Aiden rannsakar lát ung manns sem hefur tengsl við pizzustað sem er notaður til að setja veðmál.
Night, Mother Janet Tamaro Deran Sarafian 15.12.2004 10 - 10
Kona finnst alblóðug standandi yfir látinni konu með spýtu stungið í gegnum hjartað. Mac kemst síðan að því að konan gekk í svefni og reyndi að lífga við fórnarlambið, en málið verður erfiðara því konan er eina vitnið að glæpnum sem man ekki neitt af því sem gerðist. Danny og Aiden rannsaka morð á vasaþjófi.
Tri-Borough Eli Talbert and Andrew Lipsitz Greg Yaitanes 05.01.2005 11 - 11
Mac og Stella rannsaka dauða manns sem varð fyrir rafmagnslosti. Danny rannsakar morð á eiganda gallerís sem tengist mafíunni. Aiden og Flack rannsaka dauða byggingamanns.
Recycling Timothy J. Lea og Zachary Reiter Alex Zakrzewski 12.01.2005 12 - 12
Mac, Aiden og Flack rannsaka dauða konu í miðri hundakeppni. Stella og Danny rannsaka dauða hjólreiðasendils.
Tanglewood Anthony E. Zuiker Karen Gaviola 26.01.2005 13 - 13
Mac og Stella rannsaka dauða manns sem blæddi út í miðjum snjóskafli og hefur tengsl við Tanglewood klíkuna. Danny og Aiden rannsaka árekstur þar sem keyrt var á konu sem lést en ökumaðurinn keyrði í burtu.
Blood, Sweat & Tears Eli Talbert og Erica Shelton Scott Lautanen 09.02.2005 14 - 14
Lík af ungum listamanni finnst í boxi á Coney Island, leiðir Mac og Stellu í Sirkus þar sem þau kynnast raunverulegu lífi Rómeó og Júlíu í nútímalegum hætti. Danny og Flack rannsaka lík konu sem finnst í þvottavél.
Til Death Do We Part Pam Veasey Nelson McCormick 16.02.2005 15 - 15
Danny og Mac rannsaka morð á brúður sem deyr í miðri athöfn í sínu eigin brúðkaupi. Stella, Flack og Aiden rannsaka hendi sem finnst í undirgöngum og komast að því að hinn látni nagaði hendina af sér.
Hush Anthony E. Zuiker og Timothy J. Lea Deran Sarafian 23.02.2005 16 - 16
Mac og Stella rannsaka morð á hafnarverkamanni. Aiden og Danny rannsaka dauða konu sem finnst nakin við hraðbraut.
The Fall Anne McGrail og Bill Haynes Norberto Barba 02.03.2005 17 - 17
Ungur meðlimur klíku drepur eiganda vínbúðar sem gefur lögreglunni lýsingu á árásarmanninum áður en hann deyr. Lærisfaðir Flack í lögreglunni flækist á málið þar sem hann mætti fyrstur á staðinn. Danny og Aiden rannsaka morð á kvikmyndaframleiðanda.
The Dove Commission Anthony E. Zuiker og Zachary Reiter Emilio Estevez 23.03.2005 18 - 18
Yfirmaður rannsóknarnefndar um lögregluna er skotinn niður daginn áður en hann átti að gefa út skýrslu um spillingu í lögreglunni. Á meðan þá rannsaka Danny og Aiden morð á leigubílstjóra.
Crime & Misdemeanor Eli Talbert og Andrew Lipsitz Rob Bailey 13.04.2005 19 - 19
Lík af ungri konu finnst í þvottahúsi, rúmfötin sem hún fannst í leiðir Mac og Stellu að fínu New York hóteli sem hýsir diplómata Sameinuðu þjóðanna. Danny og Aiden rannsaka dauða heimilislaus manns.
Supply & Demand Erica Shelton og Anne McGrail Joe Chappelle 27.04.2005 20 - 20
Háskólastúdent finnst barinn og skotinn til bana í íbúð sinni sem hefur verið rústað. CSI liðið finnur leifar af heróíni í íbúðinni og uppgvöta að meðleigjandi hans er horfinn. Á sama tíma þá lendir Stella í því að yfirheyrsla yfir vitni gæti kostað hana lögregluskjöldinn.
On The Job Timothy J. Lea David Von Ancken 04.05.2005 21 - 21
Ráðist er á Danny þegar hann er að vinna við glæpavettvang, eltingaleikurinn endar í neðanjarðarstöð þar sem leynilögreglumaður og Danny skiptast á skotum. Þegar hávaðinn stoppar og reykurinn hverfur þá kemur í ljós látinn lögreglumaður, týndur byssumaður og Danny undir ítalegri rannsókn fyrir að hafa drepið lögreglumann. Mac og CSI liðið verða að sanna hver drap lögreglumanninn til þess bjarga starfi Dannys. Á meðan þá rannsakar Stella dauða barnfóstru á klósetti í Central Park.
The Closer Pam Veasey Emilio Estevez 11.05.2005 22 - 22
CSI liðið rannsakar morð á Boston Red Sox aðdáenda. Eftir að hafa vitnað í morðmáli, þá stendur Mac andspænis sakborningnum Quinn Sullivan, sem telur að sönnunargögnin gegn honum séu röng og Mac reynir að finna út hvort hann hafi sent saklausan mann í fangelsi.
What You See Is What You See Andrew Lipsitz Duane Clark 18.05.2005 23 - 23
Á meðan Mac er að borða morgunmat á hverfiskaffihúsi sínu, þá byrjar byssumaður skothríð, sem skilur þjónustustúlkuna í lífshættu og einn sem liggur eftir í valnum.

Heimild

breyta