Liquid Snake er persóna úr Metal Gear Solid. Hann var yfirmaður hryðjuverkamanna í Metal Gear Solid.

Uppruni

breyta

Liquid Snake fæddist ásamt Solid Snake og Solidus Snake gegnum Les Enfants Terribles-verkefnið 1972. Honum var gefið yfirmennsku gen Big Boss eða sterku genin í gegnum einrækunaraðferðina. Liquid var alin upp í Englandi og gekk til liðs við bresku leyniþjónustuna. Vitað er að hann hafi barist sem táningur í Flóa stríðinu og gekk síðar í FOXHOUND. Hann mætti Big Boss einu sinni sem sagði honum allt. En sagði Liquid (hugsanlega til að ögra honum) að hann væri veikari klónin; leifar til þess að búa til Solid Snake. Liquid hataði Big Boss fyrir og varð mjög reiður þegar að Solid Snake drap hann.

Metal Gear Solid

breyta

Í Metal Gear Solid leiðir Liquid uppreisn ásamt fimm öðrum meðlimum í FOXHOUND, þ.á m. hægrihandarmaður hans Revolver Ocelot. Þeir heimta lík Big Boss of einn milljarð dollara. Þeir tóku yfir kjarnorkustöðina á Shadow Moses-eyju til þess að nota nýjan Metal Gear. Þeir þurfa dulkóða sem aðeins DARPA-stjórinn og yfirmaður ArmsTech vita. Liquid lætur Ocelot pynda þá en DARPA-stjórinn drepst við pyndingu(sem Ocelot ætlaði sér að gera). Þeir komust að kóða ArmsTech-forstjórans en þurfa báða kóðanna. Liquid ákeður að nýta Solid Snake með því að láta drepa Master Miller, vin Snakes, og þykist vera hann til að láta Snake virkja Metal Gear með lykilkorti. Allt fer eins áætlað og Metal Gear virkjast en Snake, ásamt hjálpar Gray Fox, eyðileggur Metal Gear. Liquid fær Snake upp á lík Metal Gear og segir honum frá uppruna þeirra. Þeir berjast með hnefunum á Metal Gear en Liquid deyr við veiru sem yfirvöld létu setja í Snake(Snake vissi ekki af því).

Metal Gear Solid 2: Sons of Liberty

breyta

Í Metal Gear Solid missti Ocelot hægri hendina út af Gray Fox. Eftir Shadow Moses-atvikið flýr Ocelot og selur upplýsingar Metal Gear á svarta markaðnum. Síðan fer hann í aðgerð í Lyon til þess að setja á sig hægri handlegg og sker hægri handlegg Liquids af og lætur setja hann á sig. En persónuleiki Liquids brýst stundum út og tekur völdin.