Lindy Hop
Heimildir skortir fyrir staðhæfingum í þessari grein. Ef þú vilt bæta við heimild vinsamlegast bættu þeim við undir nýrri fyrirsögn („Heimildir“) eða skildu eftir athugasemd á spjallsíðunni. |
Lindy hop er afró-amerískur dans sem þróaðist í Harlem í New York-borg upp úr 1927. Hann var sambland af mörgum dönsum svo sem jazz, tappi, breakaway og Charleston. Lindy hop þróaðist samhliða jazz-tónlistinni og hann er talinn vera afi allra swing-dansa. Honum er lýst sem „jazz” eða „götudans”.
Saga
breytaÍ Harlem voru margir danssalir á þessum tíma og lindy hop sló í gegn hvar sem fólk hélt partý og dansaði. Einn þeirra danssala, „The Savoy“, átti eftir að verða aðal swing-staðurinn og það var ekki fyrr en eftir opnun hans að lindy hop hlaut nafn sitt og samastað. Lindy Hop þreifst á The Savoy, að hluta til vegna þess að kynþættir blönduðust, dönsuðu saman og deildu á milli sín sporum, ólíkt því sem viðgekkst á annars staðar.
Fatageymslan þjónustaði um 5.000 fastagesti í senn og salurinn naut þess vegna mikillar aðsóknar, um það bil 70 þúsund fastagesta á ári, sem „heimili glaðra fóta“. Nýtt dansgólf var smíðað á þriggja ára fresti og það var kallað „Brautin“ (The Track) vegna ílangs forms þess. Á hljómsveitarpöllunum, sem voru á báðum endum salsins, spiluðu tvær hljómsveitir á hverju kvöldi, sjö kvöld í viku.
Tímabilið var blómaskeið jazztónlistar, ódýrt var að dansa á klúbbunum og enn var ekki auðvelt fyrir almenning að nálgast jazzplötur. Á „The Savoy“ varð Lindy Hop vinsælla eftir því sem fólk dansaði fyrir framan bestu stórhljómsveitir landsins. Meðal annars léku þar fyrir dansi Duke Ellington, Cab Calloway og Count Basie.
Lindy Hop varð fullkomnari með tímanum, til dæmis vegna hinnar vinsælu Laugardagskeppni sem hjálpaði „góðum“ dönsurum að verða stórkostlegir. Vináttu-keppnir milli dansara leiddu til þess að á hverjum degi komu fram ný spor sem vöktu undrun áhorfenda og unnu á dómara. Stílfæring varð sífellt betri og svo vel framkvæmd að það var jafnmikill unaður að horfa á dansinn eins og að dansa hann.
Fyrsta kynslóðin í lindy hop tengist yfirleitt dönsurum á borð við Shorty George Snowden og dansfélögum hans, Big Bea og Leroy Stretch Jones.
Dansmaraþonin voru líka mjög vinsæl á þessum tíma. Nafnið lindy hop kom til á einu af þessum maraþonum. Árið 1927 flaug Charles Lindbergh (hann var gjarnan kallaður „Lucky Lindy“ eftir það) fyrstur manna yfir Atlantshafið, frá New-York til Parísar, og allir voru gagnteknir af þessu „hoppi“ hans. Shorty George var að dansa í dansmaraþoni á Manhattan Casino í Harlem þegar einhver blaðamaður spurði hann hvað dansinn hét. Þá dagana komu öll blöð út með titilinn „Lindy hoppar yfir Atlantshafið“ og þess vegna gaf hann Shorty George hnyttið svar og sagði „Ég er að lindy-hoppa“.
Shorty George og Big Bea unnu reglulega keppnir á The Savoy. Árið 1935 tapaði hann þó krúnu sinni fyrir hinum tuttugu ára gamla Frankie „Musclehead“ Manning. Manning boðaði kynslóðaskipti lindy hoppara. Þegar það virtist sem svo að dansinn gæti ekki orðið skemmtilegri og betri en hann var þá skapaði Frankie Manning ásamt Freida Washington fyrstu loftskrefin árið 1935 og lindy hop gnæfði hærra en nokkru sinni fyrr. Shorty George vandist þessum skrefum ekki og hvikaði aldrei frá gólfskrefunum. Mjög líklega er Manning frægasti núlifandi upphafsmaður Lindy hoppsins. Al Minns, Leon James og Norma Miller narta þó fast í hælana á Frankie.
Í kringum 1960 varð ákveðin hnignun í ástundun lindy hops vegna tilkomu rokk og ról-tónlistarinnar og dansins en á níunda áratugnum lífguðu sænskir dansarar Lindy Hop við og nú er það útbreitt um allan heim. Í Bandaríkjunum, Evrópu, Ástralíu og jafnvel í Asíu og Suður-Ameríku eru blómstrandi Lindy Hop-samfélög. Á hverju ári í júlí ferðast þúsundir lindy hop-dansara til Herräng í Svíþjóð til að taka þátt í heims stærstu dansbúðum og hátíð um jazz-dans.
Ísland
breytaÁ Íslandi er eina starfrækta áhugamannafélag um lindy hop. Virkir meðlimir eru hátt í 50 manns en hópurinn stækkar jafnt og þétt.
Á Íslandi bjóða bæði Lindy Ravers og Háskóladansinn upp á kennslu í lindy hop á nokkrum erfiðleikastigum.