Lichfield
Lichfield er borg og sókn í Staffordshire í Englandi. Borgin liggur um það bil 26 km norðan við Birmingham, 14 km frá Walsall og 21 km frá Burton upon Trent. Árið 2011 voru íbúar borgarinnar 32.219 en íbúar sveitarfélagsins voru 100.700.
Miðaldadómkirkja með þremur turnspírum einkennir borgina. Samuel Johnson, höfundur fyrstu ensku orðabókarinnar, fæddist í borginni. Sögu Lichfield má rekja til ársins 669, þegar Chad af Mersíu stofnaði sókn á svæðinu. Sóknin varð kirkulegi miðpunktur Mersíu. Árið 2009 fannst Staffordskírissjóðurinn, stærsti sjóður engilsaxneskra gull- og silfurgripa sem fundist hefur, nálægt borginni.
Þróun borgarinnar hélt áfram á 12. öld. Roger de Clinton víggirti dómkirkjuna og dróg upp götuskipulag að miðbænum sem lifir af ennþá daginn í dag. Blómaskeið Lichfield var á 18. öld þegar hún varð vinsæll áningarstaður meðal vagnstjóra. Á þessum tíma blómstraði menning í borginni, en þar bjuggu fræðimenn svo sem Samuel Johnson, David Garrick, Erasmus Darwin og Anna Seward. Í orðum Johnsons var Lichfield „borg heimspekinga“.