Utanríkisleyniþjónusta Rússneska Sambandsríkisins
Utanríkisleyniþjónusta Rússneska Sambandsríkisins (rússneska: Служба Внешней Разведки; Slúzhba Vneshnej Razvedkí eða SVR) er rússnesk stofnun sem ber ábyrgð á leyniþjónustustarfssemi utan Rússlands. SVR tók við af svokallaða „Fyrsta yfirsviði“ leyniþjónustu KGB (skammstafað FCD) eftir fall Sovétríkjanna í desember 1991. Höfuðstöðvar SVR eru í Jasenevo Moskvuborg.
Starfsemi
breytaÓlíkt Alríkislögreglu Rússneska Sambandsríkisins (FSB) sem starfar að mestu innan Rússneska Sambandsríkisins er SVR ábyrg fyrir njósnastarfssemi utan landamæranna. SVR vinnur í nánu samstarfi við leyniþjónustu rússneska hersins (GRU) sem talið er að hafi allt að sex sinnum fleiri njósnarar í erlendum ríkjum en SVR árið 1997.
SVR er þó talið hafa mun meiri áhrif á bak við tjöldin en GRU, einkum við mótun rússneskrar utanríkisstefnu. SVR hefur heimild til samninga við samvinnu gegn hryðjuverkum og samskipta og upplýsingamiðlunar við erlenda njósnastofnanir. SVR aflar og miðla upplýsingum til forseta Rússneska Sambandsríkisins (nú Vladímírs Pútín). Forstöðumaður SVR er skipaður af forsetanum og heyrir beint undir hann. Hann situr vikulega mánudagsfundi með forsetanum og oftar ef þurfa þykir. Hann á einnig sæti í Þjóðaröryggisráði Rússneska Sambandsríkisins.
Deildaskipting
breytaSVR er skipt upp í margvíslegar njósna- og greiningardeildir, sem spanna allt frá efnahagsnjósnum, undir- og áróðurssstarfsemi, til skemmdaverkastarfssemi á erlendri grund. Helstu deildir SVR eru: Stjórnmálanjósnir (svokölluð PS Deild) er deild sem skipt er upp eftir löndum, Deild ólöglegra njósna (Deild S) ber ábyrgð á því að koma fyrir „ólöglegum tenglum“ erlendis, undirbúa hryðjuverk, skemmdarverk og samsæri á erlendri grund, jafnframt því að ráða erlenda ríkisborgara til njósna í sína þágu; Deild vísinda- og tækninjósna (Deild X) og Gagnnjósnadeild á erlendri grund (Deild KR). Innan SVR starfar einnig sérsveit sem kennd er við Vymple en það er úrvalsdeild innan hinnar frægu Spetsnaz sérsveita Rússa.
Heimildir
breyta- Fyrirmynd greinarinnar var „Foreign Intelligence Service (Russia)“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 27. apríl 2010.
- Loftmynd af höfuðstöðvum SVR á Google kortum
Tenglar
breyta- Vefur SVR (á rússnesku) http://svr.gov.ru/