Letters to Juliet er bandarísk rómantísk gamanmynd frá árinu 2010 og í aðalhlutverkum eru Amanda Seyfried, Chris Egan, Vanessa Redgrave, Gael García Bernal og Franco Nero. Gary Winick leikstýrði myndinni og kom hún í bíó í Bandaríkjunum þann 14. maí 2010 en þann 28. júlí á Íslandi.

Letters to Juliet
LeikstjóriGary Winick
HandritshöfundurJosé Rivera
Tim Sullivan
FramleiðandiCaroline Kaplan
Ellen Barkin
Mark Canton
Sharan Kapoor
LeikararAmanda Seyfried
Chris Egan
Vanessa Redgrave
Gael García Bernal
Franco Nero
DreifiaðiliSummit Entertainment
FrumsýningFáni Bandaríkjana 14. maí 2010
Fáni Íslands 28. júlí 2010
Lengd105 mín.
Tungumálenska
AldurstakmarkLeyfð Öllum
Ráðstöfunarfé30 milljónir Bandaríkjadala

Söguþráður

breyta

Sophie (Amanda Seyfried) er bandarísk stelpa sem vinnur fyrir tímaritið The New Yorker og sér um að sannreyna staðreyndir. Til að auka neistann í lífi sínu ákveður hún að fara í „fyrir-brúðkaupsferð“ með kærastanum sínum; kokknum Victor (Gael Gacia Bernal) sem er vinnualki, til Verona. En hinn vinnuglaði Victor er óhreyfður af töfrum Ítalíu og ver tíma sínum í að stunda rannsóknir fyrir veitingastaðinn sinn sem opnar bráplega og hunsar Sophie algjörlega. Hin einmana Sophie finnur fyrir slysni ósvöruðu „bréfi til Júlíu“ frá Clarie á 6. áratugnum — eitt af þúsundum bréfa sem hafa verið skilin eftir í garðinum við húsið sem Júlía á að hafa búið í, sem er oftast svarað af einum af „riturum Júlíu“. Sophie svarar bréfinu og fljótlega kemur hin nú aldraða Claire (Vanessa Redgrave) til Verona með barnabarni sínu, Charlie (Christoper Egan) sem er lögfræðingur og vinnur fyrir mannréttindum. Charlie og Sophie verða strax ósátt og er Charlie mjög ónærgætinn við Sophie á meðan hún er kaldhæðin í hans garð. Á meðan er Claire enn að leita týndu ástarinnar sinnar, Lorenzo Bartolini. Sophie heldur að saga Clair gæti hjálpað henni að verða rithöfundur og ákveður að hjálpa Claire í leitinni. Það sem gerist næst er saga rómantískra viðsnúninga. Þau leita að mörgum Lorenzo Bartolini. Eftir margra daga leit komast þau að því að einn Lorenzo Bartolini er dáinn. Charlie er reiður og ásakar Sophie fyrir dapurleika ömmu sinnar og öskrar á hana og segir að hún viti ekkert um hvað alvöru missir sé, sem verður til þess að Sophie gengur í burtu í uppnámi. Clarie sér litla rifrildið og segir Charlie að hann hafi rangt fyrir sér þar sem móðir Sophie hafi yfirgefið hana þegar hún var lítil stelpa. Daginn eftir krefst Claire þess að Charlie biðjist afsökunar og í morgunmatnum gerir hann það. Eftir kvöldmat fer Sophie út og talar við Charlie um ástina og hann kyssir hana. Snemma morguninn eftir, þar sem þetta er síðasti dagurinn þeirra í leitinni, bendir Claire á vínekru og spyr Charlie hvort hann geti stöðvað þar svo að þau geti skálað fyrir Sophie. Þegar Charlie keyrir veginn að vínekrunni sér Claire mann sem lítur nákvæmlega eins út og hennar Lorenzo. Hún kallar á Charlie að stoppa og hann hlýðir því. Það kemur í ljós að maðurinn er barnabarn Lorenzo Bartolini. Claire og Lorenzo hittast að lokum eftir 50 löng ár. Þegar Sophie kemur aftur til New York ákveður hún að slíta sambandinu við Victor. Sophie snýr aftur til Verona til að vera við brúðkaup Clarie og Lorenzos. Hún finnur Charlie þar með annarri konu og hleypur út. Charlie finnur hana stuttu seinna og hún játar að hún sé ástfangin af honum en segir honum að fara aftur til konunnar sem hann kom með. Hann segir Sophie þá að konan sé frænka hans og hann segir henni að hann elski hana líka og kyssir hana.

Leikarar

breyta
  • Amanda Seyfried sem Shopie Hall sem sannreynir staðreyndir og býr í New York. Hún fer í +„fyrir-brúðkaupsferð“ með unnusta sínum til Verona á Ítalíu. Á meðan hún skoðar borgina finnur hún "Hús Júlíu" þar sem grátandi konur sitja og skrifa bréf og skilja þau eftir þar. Hún eltir unga konu sem tekur bréfin og þegar hún hjálpar henni daginn eftir finnur hún 50 ára gamalt bréf og ákveður að skrifa svar, sem verður til þess að hún hittir Claire, konuna sem hafði skrifað bréfið. Hún heldur af stað í ferð með Claire og barnabarni hennar Charlie til að finna löngu týnda ást Claire. Hún er „ástarskot“ Charlies.
  • Chris Egan sem Charlie Wyman, leiðinlega barnabarn Claire (eins og hann sagði sjálfur). Þrátt fyrir að hann virðist vera þannig, og einnig pirraður, segir Claire að hann hafði gott hjarta, eins og afi hans. Carlie verður fljótlega hrifinn af Sophie.
  • Vanessa Redgrave sem Clarie Smith-Wyman, stelpan sem skrifaði bréfið til Júlíu 50 árum fyrr. Sophie hittir hana eftir að Charlie fer til Ritara Júlíu og hún eltir hann. Hún er góð kona og hún og Sophie tengjast vináttuböndum á meðan þau leita að Lorenzo, löngu týndu ástinni sem hún varð ástfangin af þegar hún var 15 ára. Foreldrar hennar samþykktu hann ekki og leiðir þeirra skildu.
  • Franco Nero sem Lorenzo Bartolini, ástin í lífi Claire. Hann hitti hana þegar þau voru 15 ára, í Verona. Foreldrar Claire voru ekki samþykk ást þeirra og þau voru fljótlega skilin að. Sonur hans og barnabarn eru báðir nefndir eftir honum og þeir vinna á vínakri. Nero er eiginmaður Redgrave í alvörunni. Roger Ebert, sem hafði bæði talað við Nero og Redgrave á tökustað myndarinnar Camelot, tók eftir því hvað ástarsaga þeirra var lík ástarsögu persónanna.
  • Gael García Bernal sem Victor, kokkur og unnusti Sophie. Hann er alltaf upptekinn og hefur varla tíma til að eyða með Sophie. Mestan tíma þeirra í Verona er hann í öðrum bæ á meðan Sophe hjálpar Claire og Charlie. Hann hefur samt áhuga á uppskriftum Ritara Júlíu.
  • Lidia Biondi sem Donatella, ein af riturum Júlíu.
  • Daniel Baldock sem Lorenzo yngri, eldri sonur Lorenzo.
  • Milena Vukotic sem Maria, ein af riturum Júlíu.
  • Luisa Ranieri sem ritari og ein af fjórum upphaflegu riturum Júlíu
  • Marina Massironi sem Francesca, ritari Júlíu
  • Ashley Lillev sem Patricia, frænka Carlies sem ber sama nafn og fyrrverandi kærasta hans.
  • Olvie Plat sem ritstjóri The New Yorker

Heimldir

breyta