Leikur
Leikur getur átt við annaðhvort um þá athöfn þegar börn (og í sumum tilfellum fullorðnir) leika sér á óskipulagðan hátt, eða um tiltekið samsafn reglna sem lýsa því hvernig einstaklingur eða hópur á að hegða sér í dægradvöl. Leikur getur líka verið samheiti yfir spil.
Óskipulagður leikur
breytaBörn, fullorðnir og dýr stytta sér oft stundir með því að leika sér á óskipulagðan hátt. Hægt er að leika sér með bolta, bíla og önnnur leikföng, og stundum án allra hjálpartækja.
Leikur með leikreglum
breytaÝmsir leikir, svo sem brennó og snú snú, eru afmarkaðir af tilteknum reglum, sem segja til um það hvernig einstaklingarnir sem taka þátt í leiknum mega haga sér, og stundum einnig um það hver vinnur eða tapar. Oft er erfitt að segja til um það hvort leikir með leikreglum eru íþróttir, spil, eða hvorugt af þessu.
Tölvuleikur
breytaÁ við um þegar leikið er í tölvu, oftast þá eftir leikreglum. Þá er bæði hægt að spila í leikjatölvu eða forritanlegri tölvu. Hægt er að ná í leiki af netinu eða af geisladiskum og sambærilegum gagnageymslum.