Spil eða leikur er athöfn ætluð til að skemmta einum eða fleiri leikmönnum. Leiki má skilgreina út frá a) markmiðum sem leikmönnum er ætlað að ná, og b) þeim reglum sem leikmenn verða að fylgja. Sumir leikir eru bara fyrir einn leikmann, en yfirleitt eru þeir ætlaðir fleiri leikmönnum sem keppa sín á milli. Yfirleitt þurfa leikmenn að taka ákvarðanir sem hafa áhrif á velgengni þeirra í leiknum, ákvarðanirnar þurfa þó að vera teknar í samræmi við settar reglur. Það kallast yfirleitt svindl ef leikmaður fylgir ekki reglunum í athöfnum sínum, og talað er um að leikmaður hafi rangt við.

Spilamennirnir eftir Paul Cézanne.

Frá örófi alda hafa menn leikið leiki, sér og öðrum til skemmtunar. Fjölmargar tegundir leikja hafa orðið til; nokkrar þeirra eru listaðar neðar á síðunni.

Heimspekingurinn Ludwig Wittgenstein færði rök fyrir því í riti sínu, Philosophische Untersuchungen (Rannsóknum í heimspeki), að hugtakið „leikur“ yrði ekki skilgreint með einföldum hætti, heldur yrði að líta svo á að einungis væri hægt að skilgreina hugtakið með fjölda mismunandi skilgreininga sem deila einhverjum líkindum.

Ýmsar tegundir leikja

breyta

Tengt efni

breyta

Tenglar

breyta