Leikfélagið Sýnir

Leikfélagið Sýnir er áhugaleikfélag sem starfar á landsvísu. Það var stofnað sumarið 1997 af hópi fólks sem hafði verið á fyrstu námskeiðum Leiklistarskóla Bandalags íslenskra leikfélaga. Stofnendur félagsins voru áhugaleikarar úr leikfélögum vítt og breitt um landið. Þeir sáu tækifæri til þess að halda samstarfinu úr skólanum áfrað og leika á sumrin á svipaðan hátt og þau gerðu innan sinna eigin leikfélaga á veturnar. Nefna á að Leikhópurinn Lotta óx út úr Leikfélaginu Sýnum og hefur stundað leikstarfsemi markaðsgrundvelli undanfarin ár.

Fyrsta verkefni Leikfélagsins Sýna var einþáttungasyrpan Sjö. Fyrsta stóra verkefni félagsins var leikritið Nýir tímar eftir Böðvar Guðmundsson. Frumsýnt var í Kjarnaskógi sumarið 1999 og farið í leikferð um landið og einnig sumarið eftir. Síðan hafa árlega verið settar upp sýningar, ýmist stór verk í fullri lengd eða einþáttungar. Leikfélagið sýnir verk sín á sumrin og jafnan undir berum himni. Farnar hafa verið leikferðir um landið, t.d. var oft komið við í Hánefsstaðareit í Svarfaðardal í tengslum við fiskidaginn mikla á Dalvík. Sumarið 2013 var leikritið Sjö samúræjar sýnt í Elliðaárdal í leikstjórn Guðmundar Erlingssonar. Sýningin verður sýnd á norrænni leiklistarhátíð í júní 2014.

Verkefnaskrá:

1998. Sjö (einþáttungasyrpa)
1999. Nýir tímar
2000. Nýir tímar
2001. Út í móa (syrpa örleikrita)
2002. Mýflugumyndir
2003. Draumur á Jónsmessunótt
2004. Stútungasaga
2005. Myndavélin (syrpa örleikrita)
2006. Máfurinn
2007. Tveir einþáttungar: Og hefi eg þann sopa sætastan sopið, Hamar
2008. Eyjan. (spunaverk)
2010.
2013. Sjö samúræjar

Formenn félagsins: