Spanskflugan er leikrit í farsastíl eftir Þjóðverjana Arnold og Bach sem skrifuðu nokkur leikverk í sameiningu á fyrri hluta 20. aldar. Nokkur verka þeirra félaga hafa verið sett upp á Íslandi og má auk Spanskflugunnar nefna Saklausa svallarann. Spanskflugan var fyrsta leikritið sem Leikfélag Kópavogs setti upp.