Leiðsögutilgáta (eða leiðsögugetgáta) er tilgáta, sem styðst við staðreyndir, þótt hún sé ekki fullkomlega staðfest af reynslunni. Stuðst er við leiðsögutilgátur í rannsóknarvinnu af ýmsu tagi, en sá sem rannsakar reynir þó að vera við því búinn að sjá eitthvað óvænt sem brýtur í bága við leiðsögugetgátuna, annars stjórnar kenningin en ekki staðreyndirnar. Menn leggja þó alltaf mismikla áherslu á hversu traustar staðreyndirnar eru eða hvernig þær eru uppbyggðar þegar menn leggja út frá leiðsögutilgátu.

Sigurður Nordal hélt útvarpserindi árið 1940 sem nefndist: Líf og dauði, og fjallar um trúarbrögð og mannlífið, dauðann og framhaldslífið. Í því stendur: „[...] ég geri ráð fyrir, að kenningar allra trúarbragða, líka kristninnar, séu ekki nema leiðsögutilgátur.“

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.