Leap Year er bandarísk rómantísk gamanmynd frá árinu 2010. Í aðalhluverkum eru Amy Adams og Matthew Goode sem aðalpersónurnar Anna og Declan.

Leap Year
LeikstjóriAnand Tucker
HandritshöfundurSimon Beaufoy
Harry Elfont
Deborah Kaplan
FramleiðandiGary Barber
Chris Bender
Roger Birnbaum
Jonathan Glickman
Jake Weiner
LeikararAmy Adams
Matthew Goode
Kaitlin Olson
Adam Scott
John Lithgow
DreifiaðiliUniversal Pictures
FrumsýningFáni Bandaríkjana 8. janúar 2010
Lengd100 mín.
Tungumálenska
AldurstakmarkLeyfð öllum
Ráðstöfunarfé$19 milljónir

Söguþráður

breyta

Anna (Amy Adams) ferðast til Dublin á Írlandi til að biðja kærastans Jeremy (Adam Scott) á hlaupársdegi, 29. febrúar, vegna þess að samkvæmt írskri hefð má kona biðja mann um að giftast sér á hlaupársdegi. Þegar hún er hálfnuð flugleiðina til Dublin skellur á mikið óveður og neyðist flugvélin til að lenda í Cardiff sem er í Wales. Anna leigir bát til að fara með hana til Cork en veðrið er það slæmt að það neyðir hana að landi á Dingle-skaganu. Hún krefst hjálpar frá pirruðum írskum kráareiganda, Declan (Matthew Goode) til að keyra hana þvert yfir landi til Dublin svo að hún komist í tæka tíð og byrjar Anna að efast um samband sitt við Jeremy þegar hún nær tengslum við Declan.

Í fyrstu neitar Declan að keyra Önnu til Dublin en eftir hótun frá Önnu morguninn eftir fellst hann á að keyra hana fyrir 500 evrur. Þau bryrja í gömlum bíl Declans en þau lenda fljótlega í kúahjörð. Anna rekur þær í burtu en stígur í kúamykju svo að hún hallar sér að bílnum sem rennur í vatnið. Reið við Declan, labbar Anna í burtu frá honum, húkkar bíl og býðst bílstjórinn til að taka töskuna hennar og keyrir svo af stað, Declan til mikillar gleði. Þau komast loksins á pöbb þar sem þau hitta mennina sem eru að fara í gegnum farangur Önnu. Declan kýlir þá og eru þau bæði rekin út af eiganda staðarins. Þau koma loksins gangandi að lestarstöð. Til að drepa tímann þar til lestin kemur fara þau að nálægum kastala. Declan spyr Önnur hverju hún myndi bjarga ef það kviknaði í íbúðinni hennar og hún hefði eina mínútu, en hún getur ekki svarað. Lestin kemur snemma og Anna missir af henni. Þau fara á lítið gistihús („bed and breakfast“) þar sem þau neyðast til að segjast vera gift svo að þau megi gista hjá íhaldsömu eigendunum. Á meðan kvöldverðurinn stendur yfir neyðast Anna og Declan til að kyssast sem kemur upp spennu á milli þeirra. Þessa nótt sofa þau einnig í sama rúmi. Næsta dag flýja þau undan hagléli inn í brúðkaup.

Næsta dag komast þau með rútu til Dublin. Á leiðinni á hótelið stoppa þau í almenningsgarði og Declan segir henni að hann hafi einu sinni verið trúlofaður en unnustan hafi farið frá honum, byrjað með besta vini hans og tekið fjölskylduhring Declans með sér til Dublin. Anna hvetur hann til þess að sækja hringinn. Þegar Anna er komin á hótelið til Jeremy biður hann um hönd hennar og hún játar eftir að hafa hikað en Declan gengur í burtu. Í trúlofunarveislunni kemst Anna að því að Jeremy bað hana aðeins að giftast sér til að ganga í augun á umboðsmanni íbúðarinnar sem þau voru að reyna að kaupa. Miður sín setur Anna eldvarnarkefið í gang og horfir á Jeremy grípa öll raftækin áður en hann flýr úr íbúðinni. Anna fer aftur til Dingle-skagans þar sem Declan gengur vel að reka pöbbinn/hótelið/veitingastaðinn. Hún kemur með þá tillögu að þau byrji saman til að gera engin plön og Declan yfirgefur herbergið. Anna túlkar þetta sem höfnun, svo hún fer út og stendur á hamri yfir sjónum. Declan eltir hana út og segir, „Frú O'Brady Callaghan, hvert í fjandanum ertu eiginlega að fara?“ og biður hana að giftast sér með hringnum sem hann hafði sótt til fyrrum unnustu sinnar þegar hann var í Dublin. Stuttu seinna sjást þau akandi í bíl Declans með skilti aftan á sem á stendur: „Nýgift“.

Leikarar

breyta

Heimildir

breyta