MOBA leikur
MOBA leikur (Multiplayer online battle arena) einnig þekkt sem ARTS (action real-time strategy) er ein gerð tölvuleikja sem var upprunalega undirgerð af rauntímaherkænskuleik (RTS) þar sem spilari stýrir einni persónu í einu eða tveimur liðum. Markmiðið er að eyða aðalstrúktúr andstæðinga með aðstoð tölvustýrðra eininga sem koma á tilteknum tíma fram á sviðið eftir fyrirfram gefnum farvegum. Persónur sem spilarar stýra hafa ýmsa eiginleika og styrkjast eftir því sem líður á leikinn. Þetta er tegund af orustuspili sem byggir á herkænsku og í svona leikjum þá byggja spilarar yfirleitt ekki byggingar eða einingar. Dota sem byggir á The Frozen Throne var einn fyrsti útbreiddi leikur þessarar gerðar og fyrsti MOBA leikurinn sem hefur haldið stórar keppnir. Í kjölfar þess leiks komu svo League of Legends og Heroes of Newerth og síðan endurbætt útgáfa af Dota Dota 2 auk fjölmargra annarra leikja.