Laxfoss (Norðurárdal)

Laxfoss er eyðibýli í Borgarfirði. Það fór í eyði árið 1981 og var síðasti bærinn sem fór í eyði í Ystu-Tungu. Nálægt bænum, mitt á milli Grábrókarhrauns og Munaðarness er samnefndur foss og er við hann mikil laxagengd. Komast má að Laxfossi eftir afleggjara frá frá hringveginum og einnig má ganga þangað frá fossinum Glanna og Munaðarnesi. Þar í grendinni finnast plöntusteingervingar og surtarbrandur. Húsið er í uppgerð og er nú notað sem sumarhús.

Heimildir breyta

  • Þorsteinn Jósepsson, Steindór Steindórsson og Páll Líndal (1982). Landið þitt Ísland, A-G. Örn og Örlygur.
  • Björn Hróarsson (1994). Á ferð um landið, Borgarfjörður og Mýrar. Mál og menning. ISBN 9979-3-0657-2.
   Þessi landafræðigrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.