Laxá (Hrútafirði)

(Endurbeint frá Laxá í Hrútafirði)

Laxá er dragá í Hrútafirði í sunnanverðri Strandasýslu. Hún á upptök á Laxárdalsheiði eins og Laxá í Dölum, sem fellur til vesturs í Hvammsfjörð, en Laxá i Hrútafirði fellur aftur á móti til austurs og í Hrútafjörð skammt utan við Borðeyri. Áin er um 14 kílómetrar að lengd. Hún er mjög vatnslítil á sumrin.

Tengill

breyta
   Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.