Laxárdalsheiði
Laxárdalsheiði eða Laxárdalsvegur nr. 59 er fjallvegur og heiði milli Búðardals og Borðeyrar. Heiðin er hæst um 150 m. og flatlend og þar er mikið af vötnum. Stærsta vatnið á heiðinni er Laxárvatn. Tvær Laxár falla af heiðinni, önnur í Hvammsfjörð og hin í Hrútafjörð. Gamall heiðarvegur, Sölvamannagötur lá upp á heiðina frá botni Hrútafjarðar.
Heimild
breyta- Vegahandbókin Laxárdalur Geymt 6 janúar 2012 í Wayback Machine