Baunagras
Baunagras (fræðiheiti: Lathyrus japonicus ssp. maritimus) er ertublóm sem lifir í fjörusandi og á heimkynni sín í Asíu, Evrópu, Norður- og Suður-Ameríku. Rótargerlar sem lifa í hnýðum á rótum baunagrass vinna köfunarefni úr andrúmsloftinu og bæta þannig vaxtarskilyrði.
Baunagras | ||||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||||
| ||||||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||||||
Lathyrus japonicus Willd. |
Lýsing
breytaBaunagras nær um 15 til 25 sentimetra hæð en stiklir eru 50 til 80 cm langir. Laufblöðin eru hjúpuð vaxi og eru fjaðurskipt með þremur til fjórum smáblaðapörum á hverju laufblaði. Axlablöð eru þar sem laufblöðin festast á stilkinn og eru þau skakkhjartalaga. Endablaðið í hverju laufblaði er gjarnan ummyndað í vafþráð. Blöð af baunagrasi eru notuð í hefðbundinni kínverskri lyfjafræði.
Blómin eru 2-2,5 sm á lengd og fjólublá. Í hverju blómi eru 5 fræflar og ein fræva sem verður að flötum belg. Belgir þessir eru 4-7 sm á lengd og ætir.
Útbreiðsla
breytaFræ baunagrass geta flotið í sjó í allt að 5 ár og geta því borist um langa leið. Spírun fer fram þegar ytra byrði belgsins opnast þar sem sjór skellur á landi.
Útbreiðsla baunagrass á Íslandi er víða þar sem áður voru uppskipunarhafnir. Á þeim tíma voru skip þyngd með sandi og var þeim sandi mokað úr skipinu þegar draga átti það á land á Íslandi. Því er talið að fræ af baunagrasi hafi borist með sandi sem notaður var sem ballast.