Hafréttarsáttmáli Sameinuðu þjóðanna

Hafréttarsáttmáli Sameinuðu þjóðanna er alþjóðlegur samningur um réttindi og skyldur ríkja við nýtingu hafsvæða sem var saminn á þriðju ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um hafréttarmál sem haldin var á árunum frá 1973 til 1982. Sáttmálinn kemur í stað fjögurra alþjóðasamninga frá 1958. Sáttmálinn tók formlega gildi 16. nóvember árið 1994 ári eftir að Gvæjana varð 60. ríkið sem staðfesti hann. Í dag eru 156 ríki, auk Evrópusambandsins, aðilar að sáttmálanum. Hafréttarsáttmálinn nær yfir viðskipti með sjávarafurðir, umhverfismál og nýtingu sjávarafla, auk þess að skilgreina landgrunnsréttindi, landhelgi og efnahagslögsögu ríkja með strönd við sjó.

  staðfesting
  undirskrift án staðfestingar
  ekki undirritaður
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.