Lýðskrum
(Endurbeint frá Lýðskrumari)
Lýðskrum[1] kallast það að ná valdi með því að höfða til tilfinninga fólks (til dæmis fordóma eða ótta) oft í gegnum áróður eða mælskufræði. Sá sem beitir lýðskrumi nefnist lýðskrumari[2] (eða málaskúmur[3]) og notast oft við þjóðernishyggju eða trúarbrögð. H. L. Mencken skilgreindi lýðskrumara þannig: „Það er maður sem predikar kennisetningar sem hann veit að eru ósannar yfir mönnum sem hann veit að eru fávitar“. [4]
Heimildir
breyta- ↑ Orðið „lýðskrum“
- ↑ Orðið „lýðskrumari“
- ↑ Svo nefnir t.d. Halldór Laxness demagog (ens. Demagogue).
- ↑ "one who preaches doctrines he knows to be untrue to men he knows to be idiots“.