Fyrir íslenska myndasöguhöfundinn, sjá Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir.

Lóa (franska: Lou!) er heiti á vinsælum frönskum myndasögum um táningsstúlkuna Lóu eftir listamanninn Julien Neel. Sagan telur átta bækur á frummálinu. Sagnaflokkurinn hefst þegar Lóa er tólf ára, en átján ára þegar honum lauk. Sögurnar hafa allar komið út á íslensku á vegum Frosks útgáfu. Teiknimyndaþættir fyrir sjónvarp hafa verið gerðir um ævintýri Lóu og leikin kvikmynd árið 2014.

Söguþráður breyta

Lóa er sjálfstæður og skapandi unglingur sem elst upp hjá ungri einstæðri móður. Móðirin er sveimhugi sem skrifar vísindaskáldsögur og eyðir mestum tíma í að spila tölvuleiki. Ástarmál þeirra mæðgna eru fyrirferðarmiklar í sögunum, en jafnframt fjalla þær um vináttu, söknuð og vandamál hversdagslegs lífs á broslegan hátt. Lóa eldist með hverri bók og viðfangsefni og hugsanir söguhetjunnar verða fullorðinslegri.

Bækur breyta

  1. Trúnaðarkver (Journal infime, 2004) [ísl. útgáfa 2012]
  2. Grafarþögn (Mortebouse, 2005) [ísl. útgáfa 2013]
  3. Á hverfanda hveli (Le cimetière des autobus, 2006) [ísl. útgáfa 2014]
  4. Ástarsæla (Idylls, 2007) [ísl. útgáfa 2016]
  5. Laser Ninja (Laser Ninja, 2009) [ísl. útgáfa 2017]
  6. Kofinn (L'Age de Cristal, 2012) [ísl. útgáfa 2018]
  7. Framtíðarsýn (La cabane, 2016) [ísl. útgáfa 2019]
  8. Blússandi meðbyr (En route vers de nouvelles aventures, 2018) [ísl. útgáfa 2019]