28°17′15″N 34°50′42″A / 28.28750°N 34.84500°A / 28.28750; 34.84500

Línuborgin.

Línuborgin eða Línan (arabíska: ذا لاين) er fyrirhuguð snjallborg í Sádi-Arabíu í Neom, Tabuk og mun engir bílar verða í borginni og kolefnislosun verður lítil sem engin.[1][2][3][4] Borgin var fyrst kynnt 10. janúar 2021 krónprinsi Saudi Arabíu, Múhameð bin Salman í kynningu sem var send út í ríkissjónvarpinu þar í landi,[2] og búist var við að framkvæmdir hefjist á fyrsta ársfjórðungi 2021.[1] Þegar framkvæmdum verður lokið verður Línan 170 kílómetrar að lengd, 95% af allri núverandi náttúru innan Neom verður hlíft og er áætlað að íbúar hennar verði 1 milljón.[2][3][5] Borgin verður einnig knúin að öllu leyti með endurnýtalegri orku.[3] Línan mun samanstanda af þremur lögum, þar á meðal eitt á yfirborðinu fyrir íbúðarhús og gangandi vegfarendur, eitt neðanjarðar fyrir innviði og annað neðanjarðar til flutninga.[1] Gervigreind mun fylgjast með borginni og nota forspár- og gagnalíkön til að finna leiðir til að bæta daglegt líf borgarbúa.[1]

Stjórnvöld í Sádi-Arabíu fullyrða að þau muni skapa 380.000 störf, ýta undir efnahagslega fjölbreytni og leggja 180 milljarða SAR (48 milljarða Bandaríkjadala) til landsframleiðslu fyrir árið 2030. Borgin er hluti af Vision 2030-verkefninu í Sádi-Arabíu, sem Sádi-Arabía fullyrðir að muni skapa 380.000 störf og að landsframleiðslan muni aukast um 48 milljarða bandaríkjadala. Línan verður fyrsti hluti mikillar þróunar og uppbyggingar í Neom en áætlaður byggingarkostnaður er 100–200 milljarðar Bandaríkjadala (400–700 milljarðar SAR).

Staðsetning breyta

Línan er staðsett í NEOM og tengir strönd Rauðahafsins við fjöllin norðvestur af Sádi-Arabíu .

Lýsing breyta

Línan er skipulögð 170 km löng línuleg þéttbýlisþróun. Stjórnvöld í Sádi-Arabíu fullyrða að þau muni skapa 380.000 störf, ýta undir efnahagslega fjölbreytni og leggja 180 milljarða SAR til landsframleiðslu árið 2030. Fyrirhugað er að knýja 100% endurnýjanlega orku og er verkefnið byggt á bæði samfélags- og umhverfisábyrgð.

Veðurfar breyta

Veðrið í Línuborg er öðruvísi en flest svæði í Sádi-Arabíu og er eitt af þeim svæðum þar sem finna má snjó yfir vetrartímann. Svæðið í kringum fyrirhugaða staðsetningu er vinsælt vegna hafgolunnar og útivistarmöguleika.

Ytri tenglar breyta

Tilvísanir breyta

  1. 1,0 1,1 1,2 1,3 Summers, Nick (11. janúar 2021). „Saudi Arabia is planning a 100-mile line of car-free smart communities“. Engadget (enska). Afrit af uppruna á 12. janúar 2021. Sótt 12. janúar 2021.
  2. 2,0 2,1 2,2 „Top Global Oil Exporter Saudi Arabia Launches Car-free City“. Barrons (bandarísk enska). 10. janúar 2021. Afrit af uppruna á 11. janúar 2021. Sótt 12. janúar 2021.
  3. 3,0 3,1 3,2 „What is The Line? All you need to know about Saudi Arabia's plan for a futuristic zero-carbon city“. Free Press Journal (enska). Afrit af uppruna á 11. janúar 2021. Sótt 12. janúar 2021.
  4. „An Accelerator of human progress“. NEOM. Sótt 10. janúar 2021.
  5. Rashad, Aziz El Yaakoubi, Marwa (10. janúar 2021). „Saudi Crown Prince launches zero-carbon city in NEOM business zone“. Reuters (enska). Sótt 11. janúar 2021.