Límband
Límband er rönd þakin einhvers konar lími notuð til að festa önnur efni eða hluti saman. Grunnefni undir límið eru ýmisleg, meðal annars pappír, plastfilma, málmfilma og vefnaður. Til eru límbönd sem eru notuð í ákveðnu samhengi, til dæmis í listaverkum eða byggingavinnu. Helstu gerðir límbands eru:
- Þrýstingsvirkjað límband, notað oftast á heimilum og í skrifstofum. Límið er virkjað með þrýstingi en dr. Horace Day skurðlæknir, fann þess konar lím upp árið 1845.
- Vatnsvirkjað límband, oftast notað til að loka pappakössum. Límið getur verið úr sterkju eða dýraafurð og verður límkennt þegar á það er borið vatn.
- Hitavirkjað límband, notað í umbúðum og byggingavinnu. Límið verður yfirleitt ekki klístrað fyrr en það er hitað upp.