Vísitala um þróun lífsgæða
(Endurbeint frá Lífsgæðavísitala)
Vísitala um þróun lífsgæða (enska: Human Development Index, skammstafað: HDI) er vísitala sem mælir lífslíkur, læsi, menntun og lífsgæði. Þessi mælikvarði gefur lauslega til kynna hvort land teljist til þróaðra landa eða þróunarlanda. Mælikvarðinn var hannaður af pakistanska hagfræðingnum Mahbub ul Haq árið 1990 og hefur verið notaður í árlegum skýrslum Þróunaráætlunar Sameinuðu þjóðanna frá árinu 1993. Á hverju ári er reynt að meta öll aðildarríki Sameinuðu þjóðanna samkvæmt þessari aðferð.
0.800–1.000 (mjög hátt) 0.700–0.799 (hátt) 0.550–0.699 (meðal) | 0.350–0.549 (lágt) Gögn ekki til |
Vægi vísitölunnar byggist á þremur þáttum.
- Meðal lífslíkur frá fæðingu
- Hlutfall læsis á meðal fullorðinna og hlutfall sem stundar nám við skóla á öllum stigum.
- Lífsgæði mæld með vergri landsframleiðslu með kaupmáttarjöfnuði í bandarískum dölum.
Einnig er til vísitala fátæktar.
Tengt efni
breytaTenglar
breyta- Vefsíða árlegrar skýrslu Þróunaráætlunnar Sameinuðu þjóðanna
- Reiknivél á heimasíðu Þróunaráætlunnar Sameinuðu þjóðanna sem útskýrir hvernig HDI er reiknað út Geymt 23 mars 2008 í Wayback Machine
- „Hvaða land er það vanþróaðasta í heimi?“. Vísindavefurinn.
- „Mbl.is: Lífskjör í fátækustu löndunum versna“. Sótt 11. febrúar 2007.
- ↑ „Human Development Report 2019 – "Human Development Indices and Indicators"“ (PDF). HDRO (Human Development Report Office) United Nations Development Programme. bls. 22–25. Sótt 9. desember 2019.