Söngbók

(Endurbeint frá Líbrettó)

Söngbók eða líbrettó (ítalska: libretto „bæklingur“) er texti fyrir langt söngverk eins og óperu, óperettu, grímuleik, óratoríu, kantötu eða söngleik. Orðið er líka stundum notað yfir texta langra trúarlegra tónverka eins og messu, sálumessu eða kirkjukantötu, og líka stundum yfir söguþráðinn í ballett.

Forsíða söngbókar óperunnar Andrea Chénier eftir Umberto Giordano.

Oftast er söngbókin samin af öðrum en tónskáldinu sem semur tónlistina. Meðal frægra söngbókahöfunda eru Pietro Metastasio (1698–1782) sem samdi texta við tónverk eftir mörg frægustu tónskáld Rómar á þeim tíma, Lorenzo Da Ponte sem samdi textann við þrjár af frægustu óperum Mozarts og Arrigo Boito sem samdi texta við tvær óperur Verdis. Í þessum tilvikum var misjafnt hvort tónlistin eða textinn koma á undan. Stundum semja tónskáldin sjálf textann, eins og til dæmis Richard Wagner, og stundum vinna textahöfundur og tónskáld náið saman að verkinu. Dæmi um fræg tvíeyki tónskálds og textahöfundar eru Gilbert og Sullivan og Rodgers og Hammerstein. Stundum eru söngtextarnir aðgreindir frá töluðu máli og samdir af ljóðskáldi/textahöfundi meðan leikskáld semur textann (handritið). Þannig er Fiðlarinn á þakinu með tónlist eftir Jerry Bock, söngtexta eftir Sheldon Harnick og handrit eftir Joseph Stein.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.