Skurðarhnífur

(Endurbeint frá Læknishnífur)

Skurðarhnífur (skurðhnífur, læknishnífur eða bíldur) er flugbeittur hnífur sem er notaður við uppskurði, krufningar og í ýmsu handverki. Skurðarhnífar eru ýmist einnota (einjárnungur) eða endurnýtanlegir. Endurnýtanlegir skurðarhnífar eru stundum með föstu blaði sem unnt er að skerpa, en yfirleitt þó með lausu blaði sem má skipta um. Einnota skurðurhnífar eru yfirleitt með skefti úr plasti og stækkanlegu blaði. Þeir eru notaðir einu sinni og síðan hent. Flestir eru eineggjaðir en tvíeggjaðir skurðarhnífar eru einnig til. Skurðarhnífur sem notaður við krufningar, og líta eins út, eru stundum nefndir líkskurðarhnífar.

Ólíkir skurðarhnífar

Skurðarhnífsblöð eru yfirleitt úr hertu og styrktu ryðfríu stáli. Blöð sem á að nota við skurðaðgerðir eru gerð úr ryðfríu stáli. Blöð hnífa sem notaðir eru við handverk eru oft gerð úr kolefnisstáli. Einnig má fá hnífa með blöðum úr títani, brenndum leir, demanti eða hrafntinnu. Þegar skorið er upp með aðstoð segulsneiðmyndatækis er ekki hægt að nota hnífa með blöðum úr stáli því það gæti haft áhrif á segla í vélinni og valdið truflun í myndinni. Þess vegna eru notaðir rafbrennslukutar eða leysigeislar í staðinn fyrir skurðarhnífa.

  Þessi heilsugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.