Lágmenning

Lágmenning er niðrandi heiti á menningarfyrirbærum sem tengjast eða höfða til lágstéttanna eða almennings, andstætt hámenningu sem í þessum skilningi höfðar þá til afmarkaðs hóps eða yfirstéttar. Til lágmenningar heyra þannig ýmsar greinar menningar sem hafa verið álitnar ómerkilegar, ósiðlegar og spillandi eins og ástarsögur, farsar, revíur, klám, glæpasögur, æsifréttamennska, hryllingsmyndir, dægurmenning, húðflúr, graff og kitsch. Lágmenning getur líka verið samheiti yfir „ómenningu“ og „villimennsku“ eins og skemmdarverk, drykkjuskap, fjárhættuspil, vændi og fleira sem þykir merki um siðferðilega hnignun samfélags.

Garðdvergar eru dæmi um kitsch sem hefur haft áhrif bæði á alþýðumenningu og myndlist.

Til er fjöldi dæma um listgreinar sem áður töldust vera lágmenning en voru síðan „endurhæfðar“ sem hámenning, til dæmis rómönsur, ævintýri, barnabækur, myndasögur og djasstónlist.

Tengt efniBreyta

   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.