Kyrrahafslúða
Kyrrahafslúða (fræðiheiti: Hippoglossus stenolepis) er fiskur af flyðruætt og ein af stærstu tegundum flatfiska. Kyrrahafslúða getur orðið 250 cm löng og getur vegið um og yfir 250kg. Kyrrahafslúðan er langlíf og getur orðið um 55 ára gömul. Útbreiðslusvæði Kyrrahafslúðu er frá Kaliforníu upp að Beringshafi, vestur yfir til Japans. Kyrrahafslúða er veidd til atvinnu, frístundar og sjálfsþurftar.[1]
Kyrrahafslúða | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Kyrrahafslúða
| ||||||||||||||
Ástand stofns | ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Atheresthes stomias (P. J. Schmidt, 1904) | ||||||||||||||
Búsetusvæði í Kyrrahafi
|
Útlit
breytaEins og aðrir flatfiskar er kyrrahafslúðan pressuð til hliðar og hefur bæði augun öðru megin. Flestar lúður eru með augun á hliðinni sem snýr upp. Munnurinn er frekar stór og nær niður fyrir neðra augað. Kyrrahafslúðan er demants laga og er breidd hennar um einn þriðji af lengdinni. Litur hliðarinnar sem snýr upp er mismunandi, frá gráum, brúnum og svörtum lit en ræðst oftast af litaafbrigðum sjávarbotnsins, oft frekar dökkur. Undirhliðin er ljós til þess að hún sjáist verr að neðan.Hreistrið er smátt og grafið í roðinu þannig að það líti út fyrir að vera slétt. Kyrrahafslúðan er ein af stærstu tegundum flatfiska og aðeins er náinn ættingi hennar, Atlantshafslúðan eins og við þekkjum hana, stærri. Kyrrahafslúðan getur vegið allt að 250kg og orðið allt að 250cm löng. Kyrrahafslúðan er mikill sundkappi og getur því étið margskonar dýr. [1]
Útbreiðslusvæði
breytaKyrrahafslúðu má finna frá ströndum Kaliforníu, norður að Alaskaflóa, í Beringshafi og alla leið vestur til Japan. Mest af kyrrahafslúðu má finna í Beringshafi og Alaskaflóa þar sem mesta veiðin er stunduð. Kyrrahafslúðan lifir á eða nálægt botninum þar sem hún stundar fæðuöflun. Hagstæð skilyrði fyrir kyrrahafslúðu er að vera í 2 til 8 gráðu heitu vatni og á 6 til 300 metra dýpi. Þó sumar hafa fundist við 1000 metra dýpi þá eru flestar veiddar á 30 til 300 metra dýpi á sumrin. Fullorðni fiskurinn gengur tíðarbundið á milli dýpri sjávar og grunnsjávar. Yfir sumartíðina gengur hann á grunna bakka en heldur svo aftur í djúpan sjó yfir vetrar tímann. Þessi tíðarganga tengist vetrar hrygningu og öflun fæðu yfir sumarið. [2]
Fæða
breytaKyrrahafslúðan étur það sem kjaftur hennar ræður við. Lirfulúða étur svif en ungviðið étur lítil krabbadýr eða aðrar smáar lífverur sem lifa á botninum. Fullorðni fiskurinn étur margt eins og þorsk, síld, kolkrabba, rækju, krabbadýr, aðra flatfiska og jafnvel aðrar lúður ásamt öðrum tegundum. [3]
Æxlun og lífsferill
breytaHrygnan stækkar hraðar en hængurinn en verður kynþroska seinna. Hængurinn verður kynþroska um 8 ára aldur en hrygnan um 12 ára. Hrygningartíminn er frá nóvember og út mars. Kyrrahafslúðan hrygnir á miklu dýpi eða frá 90 til 500 metra dýpi. Hrygnan sleppir allt frá nokkrum þúsundum til nokkra milljóna eggja og eru þau frjóvguð af hængnum þegar þeim hefur verið sleppt. Eggin klekjast eftir um 15 daga og lirfurnar fljóta um djúpan sjóinn. Þegar lirfan hefur þroskast tekur hún upp á því að færast í grynnri sjó þar sem næringin er meiri og ferðast þær hundruða kílómetra frá hrygningarstöðinni.
Kyrrahafslúðulirfur byrja líf sitt í venjulegri stöðu, það er að segja með augun sitt hvoru meginn. Þegar lirfan er orðin um 3 cm löng byrjar annað augað að færast í átt að hinu, á sama tíma byrja litir hliðanna að verða augljósari, önnur hliðin dökk og hin ljós og lirfan fer að líta út eins og við þekkjum kyrrahafslúðuna í dag. Kyrrahafslúðan étur svif fyrsta árið sitt en færist svo yfir í það að borða smá krabbadýr. Því meira sem lúðan stækkar því stærri bráð fer hún að éta eins og þorsk, síld, loðnu kolkrabba, rækju, krabba og fleira. [4]
Veiðar
breytaVeiðar á Kyrrahafslúðu hófust árið 1888 við stendur Kanada og suðaustur-Alaska. Veitt var með árabátum sem færðu aflan yfir í stærri skip. Hún var síðar veidd með skonnortum eða seglskipum og iðnaðurinn dafnaði. Veiðar á kyrrahafslúðu voru og eru aðeins leyfðar með handfærum eða línu. Um 24.000 tonn er nú landað árlega en um 96% af útflutningi er skipt milli Kanada og Bandaríkjanna, þó með nýlegri MSC vottun hefur það leitt til eftirspurnar í Evrópu.[5]
Frístundaveiðar
breytaFrístundarveiðar á kyrrahafslúðu hafa lengi verið vinsælar. Fyrir 1973 var aðeins leyfð frístundaveiða á kyrrahafslúðu á þeim tíma sem atvinnuveiðar áttu sér stað. Lúðan hefur mikið þol og er einn stærsti beinfiskurinn með miklu hvítu kjöti. Það er vinsæl íþrótt í Alaska að veiða kyrrahafslúðu á sjóstöng, lengi hefur kóngalaxinn verið vinsælasti fiskurinn í frístundaveiðar en kyrrahafslúðan kemur strax á eftir að vinsældum.[6]
Sjálfsþurftarveiðar
breytaFrumbyggjar Alaska hafa lengi vel veitt kyrrahafslúðu til að reykja eða þurrka fyrir veturinn. Fyrir löngu voru notaðir krókar úr tré eða beini og línan var gerð úr trefjaþráðum eða sinum dýra. Tveir menn réru saman á kanó og veiddu lúðuna, drógu hana um borð og drápu fiskinn með kylfum. Lúðuveiðar er enn partur af hefðum innfæddra þar sem lúðan er snædd í brúðkaupum, jarðaförum og öðrum veislum. Þrátt fyrir þessa löngu hefð þá viðurkenndi Alþjóðlega Kyrrahafslúðunefndin (International Pacific Halibut Commission) ekki veiði til sjálfsþurftar fyrr en árið 2003. [7]
Afli og markaður
breytaSáttmáli er milli Kanada og Bandaríkjanna að fylgjast með stofninum og stunda sjálfbærar veiðar. Stofnunin Alþjóðlega Kyrrahafslúðunefndin (IPHC) sér um að meta stofninn hverju sinni og er það í höndum The North Pacific Fishery Management Council (NPFMC) að úthluta kvóta.
Kyrrahafslúða er mikilvæg tegund í Kanada og Bandaríkin (aðallega Alaska), þó hafa Rússar og Japanir aðeins verið að veiða af lúðunni. Veiðar náðu hámarki árið 1968 en tók svo dýfu á árunum sem fylgdu. Árið 1983 jukust veiðar aftur og héldust nokkuð miklar í þrjá áratugi. En frá árinu 2011 hafa veiðar farið minnkandi og er nú árlega landað um 24.000 tonnum.
Markaðnum er aðallega skipt á milli Kanada og Bandaríkjanna en með tilkomu MSC vottun hefur Evrópa sýnt áhuga. Kyrrahafslúðan er eftirsótt afurð til matar því hún inniheldur hátt hlutfall af prótíni, vítamínum, steinefnum og Omega-3 fitusýrum.[8]
Tilvísanir
breyta- ↑ 1,0 1,1 http://www.adfg.alaska.gov/index.cfm?adfg=halibut.main
- ↑ http://www.fishbase.org/summary/Hippoglossus-stenolepis.html
- ↑ https://alaskaseagrant.org/
- ↑ http://www.adfg.alaska.gov/static/education/wns/pacific_halibut.pdf
- ↑ http://www.dfo-mpo.gc.ca/fm-gp/sustainable-durable/fisheries-peches/halibut-fletan-eng.htm
- ↑ https://iphc.int/management/fisheries/recreational-fisheries
- ↑ https://iphc.int/management/fisheries/subsistence-fisheries
- ↑ http://www.adfg.alaska.gov/index.cfm?adfg=halibut.uses
Heimildir
breyta- http://www.fishbase.org/summary/Hippoglossus-stenolepis.html sótt 30. janúar 2018
- https://www.nps.gov/glba/learn/education/classrooms/pacific-halibut-lesson-plans.htm Geymt 8 október 2017 í Wayback Machine sótt 30. janúar 2018
- https://fisheries.msc.org/en/fisheries/us-north-pacific-halibut/@@view sótt 30. janúar
- http://www.fao.org/fishery/species/2542/en Sótt 30. janúar
- https://www.wildlife.ca.gov/conservation/marine/pacific-halibut#31670772-in-season-tracking sótt 30. janúar
- http://www.adfg.alaska.gov/static/education/wns/pacific_halibut.pdf sótt 3. febrúar 2018
- http://www.adfg.alaska.gov/index.cfm?adfg=halibut.main sótt 12. febrúar 2018
- https://iphc.int/management/fisheries/subsistence-fisheries sótt 17. febrúar 2018