Kyrrahafs sandsíli

Kyrrahafs sandsíli[heimild vantar] (Ammodytes personatus)


Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Geisluggar (Actinopterygii)
Ættbálkur: Borrar (Perciformes)
Ætt: Sandsílaætt (Ammodytidae)
Ættkvísl: Sandsíli (Ammodytes)
Tegund:
A. personatus

Tvínefni
Ammodytes personatus
Girard, 1856

Mikill ruglingur hefur átt sér stað í tengslum við flokkunarfræði sandsílaættkvíslarinnar í gegn um tíðina en þekktar eru í dag sex tegundir; personatus, hexapterus, americanus, dubius, tobianus, and marinus. Í þessu verkefni ætlum við að fjalla um tegundina Ammodytes personatus. Í heimildum er tegundin ýmist nefnd sem e. Pacific sand lance, e. Japanese sand lance eða e. Sand eel. (Agriculture, 1999)[1]


Lífverur sem nærast á sandsílum „hafa allajafna seglum eftir vindum” og er sandsílið því mikilvægur hlekkur í fæðukeðjunni og vistkerfinu þar sem viðvera þess stýrir fæðuframboði og afkoma ýmissa tegunda getur oltið á sandsílinu, en þekktar eru um 100 tegundir sem reiða afkomu sína á sandsílinu. Þessi tegund er gríðarlega mikilvæg fæða til að halda uppi fiskistofni á fiskitegundum eins og kóngalaxinum (Chinook Salmon) og þeim fiskitegundum sem eru í kyrrahafinu, eins og sjávarfuglum og háhyrningum. Áðurfyrr var fjallað um A. hexaperus og A. Personatus sem sömu tegundina. Eftir nánari rannsóknir var ákveðið að splitta þessum tegundum upp þar sem þær væru frábrugðnar og hexaperus fengi tegundarheitið Arctic sand lance á meðan Personatus héldi heitinu Pacific sand lance. Breytingar geta oft á tíðum verið snúnar og það sama á við um þessa breytingu, en víða má enn finna gögn þar sem hexaperus er nefndur Pacific sand lance og getur þetta valdið ruglingi. (Joseph J. Bizzarro, o.fl. 2015)


Kyrrahafssandsílið er ekki ósvipað loðnu, en það á sér skylda frændur hér við land sem eru Trönusíli, Marsíli og hið eiginlega Sandsíli. Það er vísindalega flokkað á eftirfarandi hátt: Ríki: Dýraríki (Animalia), Fylking: Seildýr (Chordata), Flokkur: Geisluggar (Actinopterygii), Ættbálkur: Borrar (Percifores), Ætt: Sandsílaætt (Ammodytiae), Ættkvísl: Ammodytes, Tegund: Ammodytes personatus. (Wikipedia, án dags.)


Heimkynni og dreifing

Heimkynni Kyrrahafssandsílis eru eins og sjá má á meðfylgjandi mynd meðfram ströndum Japans og er hann veiddur í miklu magni þar, upp til austurstrandar Rússlands, meðfram stöndum Alaska og Kanada og suður með Bandaríkjunum til Suður Kaliforníu að finnast við norðvestur Alaska við Aleuitan eyjar. Heimildum ber þó ekki saman um útbreiðsluna, þar sem FAO staðsetur tegundina eingöngu við strendur Japan og í bókinni „American food and game fishes“ er hennar einnig getið við strendur Skotlands, nánar tiltekið við Edinborg. Kyrrahafssandsílið má finna í sjó sem spannar breytt hitastig, eða allt frá -2°c til yfir 24°c. (Martin D. Robards, o.fl. 1999) Kyrrahafssandsílið er ekki ósvipað loðnu, en það á sér skylda frændur hér við land sem eru Trönusíli, Marsíli og hið eiginlega Sandsíli.


Einkenni Kyrrahafssandsílis

Sandsílin eiga það sameiginlegt að vera smáir fiskar með sívalan líkama. Munnurinn er hlutfallslega stór. Neðri kjálkinn er oddhvass og vísar fram á meðan efri kjálkinn er útstæður og myndar þar með einskonar oddmjóa skúffu. Sandsílið er tannlaust og án kviðugga. (Smith, M.M., Heemstra, P.C. 1986) Sandsílið er geislafiskur sem hefur ekki hryggsúlu, en hefur samfellda geisla úr brjóski sem mynda ugga. Kyrrahafssandsílið sem er grátt að lit með munstrað hreistur hefur bakugga sem inniheldur um 55-59 geisla, raufarugga sem inniheldur 28-32 geisla, eyrugga sem inniheldur 15 - 16 geisla, ásamt því að hafa 4 til 6 ásamt og 20 til 23 tálknrákir. Kyrrahafssandsílið getur náð allt að 15 cm lengd, en 10 cm er algeng stærð. (Food and agriculture organization of United Nation, 2021). Sandsílið nefnist á dönsku og þýsku tobias og er það vel þekkt tegund af spún og uppáhaldsspúnn margra stangveiðimanna.


Lífsskeið

Hrygning á sér stað yfir nokkuð langt tímabil, frá því seint í september allt fram til mars, þegar hápunkturinn er. Uppsjávarlirfustigið varir svo út júní en eftir það hefur sílið náð 2,5 mm og telst vera orðinn fiskur sem nærist á dýrasvifi. Kyrrahafssandsílið hefur styðstan lífaldur allra sandsílategandanna. Lífskeið þess er þrjú ár og þar af verður það kynþroska við tveggja ára aldurinn. (Martin D. Robards, o.fl. 1999). Kyrrahafs sandsílið er kaldsjávarfiskur, hann heldur sig að vana ekki í miklu dýpi en er þar sem sjórinn er sem kaldastur. Yfir sumartímann heldur fiskurinn sig niðri í sandinum yfir daginn því að sjórinn getur náð upp í 17-20°C en kemur upp yfir nóttina til að éta. Kuldinn hefur gríðarlega mikil áhrif á fiskinn, aðallega eftir hrygningu, þá eykur það lífslíkur sandsílisins þegar sjórinn er sem kaldastur. Eftir að þeir hrygna éta þeir ekki upp í allt að 30 daga. Straumar sjávarins hafa mikil áhrif á sandsílið, þeir fylgja aðallega köldum sjó og því fylgja þeir Oyashio straumnum sem er kaldur og er ekki jafn kröftugur og hinir straumarnir.


Hegðun og hátterni

Kyrrahafssandsílið er forvitinn fiskur sem heldur sig á grunnsævinu. Það er að finna við strendur þar sem sandbotn er, líkt og nafnið er dregið af. Lífsbarátta sandsíla er hörð, þar sem það er undirstaða fæðu fjölmargra tegunda. Því hefur það þróað með sér þann eiginleika að grafa sig niður í sandbotninn til þess að fela sig fyrir rándýrum og eins leggst það í hálfgerðan dvala yfir þá mánuði sem framboð á fæðu þess er af skornum skammti. Þó Kyrrahafssandsílið kunni vel við sig í fjöruyfirborðinu hefur það fundist dýpst á 172 metra dýpi. Það flokkast þó sem uppsjávarfiskur þar sem það syndir um í torfum, gjarnan upp á yfirborðið þar sem það leitar aflar sér fæðu og endar þá oft sem fæða ýmissa sjófugla. (Joseph J. Bizzarro, o.fl. 2015)

Í gögnum FAO er árið 1999 sérstaklega tekið fyrir. Það ár er veiddur heildarafli á tegundinni eru 82.918 tonn. Athyglisvert er að þar af veiða Japanir 82.918 eða 100% sem á sér líklegast þá skýringu að dreifing Kyrrahafssandsílisins er eingöngu skrásett hjá FAO í Japanskri landhelgi sem nær 12 NM frá landi. Önnur athyglisverð breyting á sér stað á milli áranna 2002 og 2003 þar sem mikil aukning verður í veiddum afla. Í samanburðargögnum sem við fengum frá FAO excelskjalinu fáum við betri mynd af þessari aukningu. Árið 2002 er skiptingin eftirfarandi: Japan (79.400 t), Suður Kórea (5.150 t), Norður Kórea (2.360 t), Rússland (250 t) og Kína með 0 tonn veidd. Annað er uppi á teningnum árið 2003, en þá stekkur Kína úr 0 tonnum í heil 220.770 t. Á móti minnka veiðar Japana niður í 69.270 t, veiðar suður Kóreu minnkar niður í 2.420 t, veiðar Norður Kóreu aukast lítillega í 2.510 t og veiðar Rússlands jukust í 470 tonn.

Þegar veiðar eftir efnahagslögsögu eru bornar saman úr gögnum á vefsíðunni Sea around us sést að veiðar Kínverja fara fram í Rússneskri efnahagslögsögu. Vera má að Kínverjar hafi tvíhliða samning við Rússa um nýtingu á þessari tegund í Rússneskri efnahagslögsögu, en slíkan samning er ekki að finna á alnetinu. Í samtali við kollega minn (Hallbjargar), Guðmund Rúnar Jónsson, vaktstjóra á stjórnstöð Landhelgisgæslunnar og kunnáttumann mikinn um erlendar fiskveiðar og tvíhliðasamninga milli ríkja var borið undir hann hverju hann taldi þessu sæta. Að hans sögn hafa Kínverjar fært út fiskveiðikvíarnar á síðustu árum, sér í lagi á Kyrrahafinu. Fiskveiðiflotinn notast jafnvel ekki við AIS sendingarbúnað og hefur valsað um í lögsögum annarra ríkja og skráning á afla hefur verið ábótavant, sem gæti að einhverju leyti verið stór þáttur í þessum breytingum í skráðum heimsafla.

Ef við skoðum aðra samsetningu á gögnum Seaaround us, þá sjáum við að fyrst um sinn eru veiðar með botnvörpu algengastar framan af, svo þegar Kínverjarnir bætast inn í gögnin, þá koma inn veiðar með veiðarfærum eins og netum og hringnót. Algengastar eru þá veiðar með netum. (Sea around us, 2021) Þekkt er að fólk sem býr við strendur þessara landa sem liggja við heimkynni Kyrrahafssandsílisins hafa gengið út á sandinn á fjörunni, vopnað skóflum, hrífum og fötum til Þess að grafa fiskinn upp og næla sér í soðið. (Jordan, D.S., 1969)

Matreiðsla og nýting

Á vefsíðunni youtube.com má sjá nokkrar matreiðsluaðferðir hvernig Kyrrahafssandsíli er matreitt og nýtt sem mannafóður. Það er ýmist fryst, ferskt eða þurrkað og oft borðað með hrísgrjónum, eitt og sér í heilu lagi eða sem þurrkað snakk. Ef við skoðum töfluna hér að neðan með samanburðartölum af heildarveiðum bornum saman milli landa sjáum við að veiðar hafa dregist saman á síðustu árum. (youtube.com, 2020)

  1. Ammodytes personatus Girard Catalogue of life - COL