Kynferði á við um muninn á milli karls og konu. Kynferði felur í sér ákveðinn samfélagslegan mun sem gerður er á kynjunum og vísar til ólíkra kynhlutverka og ólíkrar kynhegðunar. Kynvitund er síðan sjálfsvitund einstaklings sem tengist öðru hvoru kyninu, þ.e. hvort einstaklingur upplifir sig sem karl eða konu óháð líffræðilegu kyni. Stundum er talað um þriðja kynið með vísan til einstaklinga sem upplifa sig hvorki sem karla né konur heldur eitthvað annað.

Algeng tákn fyrir kynin tvö kona (t.v.) og karl (t.h.).
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.