Kvæðabók úr Vigur
Kvæðabók úr Vigur (AM 148 8vo) er íslenskt pappírshandrit sem geymir safn alþýðlegra fræða frá miðöldum fram undir miðja 17. öld. Kvæðabókin er ein mikilvægasta sýnisbók íslenskra bókmennta á 17. öld og hefur að geyma kveðskap á borð við sálma, trúarleg kvæði, tóbaksvísur, vikivaka, eddukvæði, harmljóð og barnagælur svo fátt eitt sé nefnt.
Dæmi um varðveittan kveðskap í Kvæðabókinni úr Vigur
breyta- Aldarháttur eftir Hallgrím Pétursson sálmaskáld
- Mjög var ég fagurt meybarn smátt. Íslenskt fornkvæði, upprunalega danskt.
- Sigurdrífumál
- Guðrúnar kviða önnur
- Skalla-Gríms haugsbrot. Tröllaslagur
- Þessi karl á þingið reið eftir Jón Arason Hólabiskup
- Erfikvæði um Ara Magnússon og Kristínu Guðbrandsdóttur
- Sárt er sverð í nýrum
- Gimsteinn
- Grýluljóð eftir Bjarna Gissurarson í Þingmúla
- Þórnaldarþula
- Niðurstigningarvísur eftir Jón Arason Hólabiskup
- Ljómur eftir Jón Arason Hólabiskup
- Óskaferju auðs af sandi. Vikivakakvæði.