Bjarni Gissurarson 16211712 var skáld og prestur í Þingmúla í Skriðdal, fæðingarstað sínum. Foreldrar hans voru Gissur Gíslason prestur í Þingmúla í Skriðdal (d. 1647) og kona hans, Guðrún, dóttir Einars Sigurðssonar í Eydölum. Gissur var aðstoðarprestur Einars í Eydölum (eða Heydölum) í 15 ár (1600-1615) en þau Guðrún giftust um 1610 og áttu fjögur börn fyrir 1626: þau Eiríkur, Gísli, Bjarni og Guðleif eða Guðfinna (Finna).

Fæðingarár Bjarna kemur aðeins óbeint fram í ljóðum hans. Af skrifum hans má ráða að hann fæddist árið 1621, líklega í nóvember. Bjarni varð stúdent úr Skálholtsskóla 1643, var síðan í í þjónustu Brynjólfs Sveinssonar biskups þar til hann fékk Þingmúla 1647 eftir andlát föður sinnar.

Gegndi prestskap í Þingmúla til 1702, síðan á Hallormsstað 1702-1703, eftir lát Þorleifs Guðmundssonar tengdasonar síns. Var síðan um um hríð hjá dóttur sinni að Stóra-Sandfelli, en fór síðan aftur að Hallormsstað til Eiríks sonar síns, sem var þá tekinn við prestskap þar, og þar andaðist Bjarni.

Bjarni var gáfumaður, gleðimaður og gamansamur. Hann er í tölu helstu skálda síns tíma og mjög mikilvirkur, orti trúarljóð og veraldleg kvæði af ýmsum toga, einkum ádeilur, skemmtibragi og ljóðabréf, einnig vikivakakvæði. Til er fjöldi kvæða eftir hann víðs vegar í handritum. Jón Samsonarson handritafræðingur og sérfræðingur á Árnastofnun gaf út úrval kvæða hans árið 1960 undir heitinu Sólarsýn með ritgerð um skáldið. Bjarni er eitt hinna austfirsku skálda.

Kona Bjarna var Ingibjörg, dóttir Árna Þorvarðarsonar prests í Vallanesi.

Börn þeirra voru:

Gísli Bjarnason að Bæ í Lóni var ekki sonur Bjarna Gissurarsonar.

Heimildir

breyta
  • Páll Eggert Ólason (1948): Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940. (I. bindi.) Hið íslenzka bókmenntafélag. Reykjavík.
  • Hannes Pétursson og Helgi Sæmundsson (1973): Íslenzkt skáldatal a-l. (Alfræði Menningarsjóðs.) Bókaútgáfa Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins. Reykjavík.
  • Bjarni Gissurarson (1960): Sólarsýn. Kvæði. Jón M. Samsonarson sá um útgáfuna og ritaði eftirmála. Bókaútgáfa Menningarsjóðs. Reykjavík.
  • Jón M. Samsonarson (ekkert ártal): Séra Bjarni Gissurarson á Þingmúla: ævi hans og kveðskapur. Óbirt ritgerð.
   Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.