Kurów
Kurów er þorp í Lublin-héraði austarlega í Póllandi, á milli borganna Puławy og Lublin, við ána Kurówka. Íbúar voru 2811 árið 2005.
Kurów hlaut kaupstaðarréttindi samkvæmt Magdeburg-lögunum milli 1431 og 1442. 1670 missti bærinn þau réttindi eftir plágu en endurheimti þau skömmu síðar. 1795 lenti það undir yfirráðum Austurríkis, 1809 varð það hluti af Varsjár-hertogadæminu og hluti af Pólska konungsríkinu undir stjórn Rússakeisara árið 1815. 1870 missti bærinn svo kaupstaðarréttindi sína endanlega. Síðan 1918 hefur það tilheyrt Póllandi.
Helstu kennileiti bæjarins eru kirkja frá endurreisnartímanum. Þorpið er einnig þekkt fyrir að vera fæðingarstaður hershöfðingjans Wojciechs Jaruzelskis sem stjórnaði Póllandi á níunda áratug tuttugustu aldar.