Kujalleq
Kujalleq (opinbert nafn á grænlensku:Kommune Kujalleq) er sveitarfélag á suðurhluta Grænlands sem stofnað var 1. janúar 2009.[1].
Kujalleq er minnst hinna fjögurra nýju sveitarfélaga. Það nær yfir byggðarlögin (og samnefnd fyrrverandi sveitarfélög) Narsaq, Nanortalik og Qaqortoq, ásamt fleiri minni byggðakjörnum. Íbúafjöldi í Kujalleq er um 6400 (2020), og flatarmál 32000 km².[2] Aðsetur sveitarstjórnar og helstu þjónustustofnana er í Qaqortoq.
Kujalleq nær yfir syðsta hluta Grænlands og liggur aðeins að einu sveitarfélagi, Sermersooq. Labradorhaf (milli Grænlands og Labrador) liggur að vesturströnd Kujalleq og mætir Irmingerhafi (milli Íslands og Grænlands, suðvestur af Íslandi) við Hvarf (sem á grænlensku heitir Uummannarsuaq). Landslag einkennist af fjalllendi og djúpum fjörðum sem ná langt inn í land. Eystribyggð hinna fornu norrænu Grænlendinga liggur öll innan marka Kujalleq að undanskildu því svæði sem fornleifafræðingar nefna Millibyggðina.
Tilvísanir
breyta- ↑ Landstingslov nr. 15 af 5. december 2008 om Grønlands inddeling i landsdele og kommunet | http://www.lovgivning.gl/gh.gl-love/dk/2008/ltl/ltl_nr_15-2008_kom_inddel/ltl_nr_15-2008_dk.htm Geymt 29 júní 2009 í Wayback Machine
- ↑ [Kanukoka sameiginlegur vefur grænlensku sveitarfélagana http://www.kanukoka.gl/12630 Geymt 24 september 2008 í Wayback Machine]